Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Blaðsíða 33
GERT VIÐ SNORRALAUG
37
misræmi milli vegghæðar, eins og hún er sögð hjá Mackenzie og síðar
hjá Kálund, Sigurði og Kristleifi.
En munurinn er furðu mikill. Hafi laugarveggurinn lækkað úr
1.83 m í um 93 sm — 1.24 m milli 1810, þegar Mackenzie er í Reyk-
holti, og áttunda tugs 19. aldar, þegar Kálund gengur frá lýsingu
sinni, hafa menn annaðhvort orðið að leggja botninn hærra í jörðu
en áður eða lækka laugarvegginn og þar með dýpka hvilftina um-
hverfis laugina. Ætla verður, að veggjahleðslan í jarðgöngunum
fornu hafi nokkurt sönnunargildi um hæð laugarinnar. Göngin náðu
nær alveg að barminum; voru dyrnar í rúml. eins metra fjarlægð.19)
Fremsti hluti hleðslunnar var horfinn 1959, en af því, sem eftir
var, varð ekki ráðið, að gangagólfið stefndi á mun hærri flöt en
laugarbarmarnir lágu í, þar sem þeir voru hæstir. Þá talar lega að-
rennslisstokksins sínu máli. Það væri næsta óeðlilegt að láta op hans
vera í rúmlega hnéhæð, eins og það var vorið 1959, í laug, sem er alls
1.83 m á hæð. Hugsanlegt er að laugarveggurinn hafi lækkað, t. d.
vegna skemmda, eftir komu Bretanna og skýrslugerð séra Eggerts
og að Þorsteinn Jakobsson hafi ekki hækkað hann aftur, en það
skýrir þó tæplega svo geysilegan mun. Um aldur botnsins, sem nú er
í lauginni, er ekki vitað. Er hvergi getið um, að hann hafi verið
lagður á ný; það er ósennilegt, að Þorsteinn hafi gert það, og er
ekkert til fyrirstöðu að ætla hann mjög gamlan, ef til vill frá dög-
um Snorra. Liggur beinast við að áætla, að ferðalangarnir geri
sig seka um ónákvæmni, að vatnsdýptin hafi ekki raskazt frá því
snemma á 18. öld og að laugarveggurinn hafi alltaf verið í hæð, sem
samsvarar henni.
Um laugina, sem Landnáma getur um, er ekkert hægt að fullyrða,
en staðhættir eru þannig í Reykholti, að núverandi lega Snorralaugar
er hin bezta, sem völ er á, hæfilega langt frá bleytunni kringum hver-
ina og á þurrum, föstum grunni, í skjólgóðri kvos undir bæjarhóln-
um. Eftir að býli var reist í Reykholti, hefur verið skammt að fara
milli laugar og íveruhúsa, og þarna hefur myndazt æ betra skjól eftir
því sem hærra var byggt á staðnum og hóllinn hækkaði sig í sessi
vegna endurbygginga og manr.vistarlaga. Þá má geta þess, að hall-
inn frá hvernum er nægilegur til að vatnið renni greiðlega niður eftir
rásinni, án þess að menn þurfi að grafa hana djúpt, og frá botni
laugarinnar, eins og hann var vorið 1959, og hefur sennilega alltaf
19) Matthias Þórðarson: „Reykholt“, grein í Morgunblaðinu 20. júlí 1947.
Sjá hér að aftan.