Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Side 33

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Side 33
GERT VIÐ SNORRALAUG 37 misræmi milli vegghæðar, eins og hún er sögð hjá Mackenzie og síðar hjá Kálund, Sigurði og Kristleifi. En munurinn er furðu mikill. Hafi laugarveggurinn lækkað úr 1.83 m í um 93 sm — 1.24 m milli 1810, þegar Mackenzie er í Reyk- holti, og áttunda tugs 19. aldar, þegar Kálund gengur frá lýsingu sinni, hafa menn annaðhvort orðið að leggja botninn hærra í jörðu en áður eða lækka laugarvegginn og þar með dýpka hvilftina um- hverfis laugina. Ætla verður, að veggjahleðslan í jarðgöngunum fornu hafi nokkurt sönnunargildi um hæð laugarinnar. Göngin náðu nær alveg að barminum; voru dyrnar í rúml. eins metra fjarlægð.19) Fremsti hluti hleðslunnar var horfinn 1959, en af því, sem eftir var, varð ekki ráðið, að gangagólfið stefndi á mun hærri flöt en laugarbarmarnir lágu í, þar sem þeir voru hæstir. Þá talar lega að- rennslisstokksins sínu máli. Það væri næsta óeðlilegt að láta op hans vera í rúmlega hnéhæð, eins og það var vorið 1959, í laug, sem er alls 1.83 m á hæð. Hugsanlegt er að laugarveggurinn hafi lækkað, t. d. vegna skemmda, eftir komu Bretanna og skýrslugerð séra Eggerts og að Þorsteinn Jakobsson hafi ekki hækkað hann aftur, en það skýrir þó tæplega svo geysilegan mun. Um aldur botnsins, sem nú er í lauginni, er ekki vitað. Er hvergi getið um, að hann hafi verið lagður á ný; það er ósennilegt, að Þorsteinn hafi gert það, og er ekkert til fyrirstöðu að ætla hann mjög gamlan, ef til vill frá dög- um Snorra. Liggur beinast við að áætla, að ferðalangarnir geri sig seka um ónákvæmni, að vatnsdýptin hafi ekki raskazt frá því snemma á 18. öld og að laugarveggurinn hafi alltaf verið í hæð, sem samsvarar henni. Um laugina, sem Landnáma getur um, er ekkert hægt að fullyrða, en staðhættir eru þannig í Reykholti, að núverandi lega Snorralaugar er hin bezta, sem völ er á, hæfilega langt frá bleytunni kringum hver- ina og á þurrum, föstum grunni, í skjólgóðri kvos undir bæjarhóln- um. Eftir að býli var reist í Reykholti, hefur verið skammt að fara milli laugar og íveruhúsa, og þarna hefur myndazt æ betra skjól eftir því sem hærra var byggt á staðnum og hóllinn hækkaði sig í sessi vegna endurbygginga og manr.vistarlaga. Þá má geta þess, að hall- inn frá hvernum er nægilegur til að vatnið renni greiðlega niður eftir rásinni, án þess að menn þurfi að grafa hana djúpt, og frá botni laugarinnar, eins og hann var vorið 1959, og hefur sennilega alltaf 19) Matthias Þórðarson: „Reykholt“, grein í Morgunblaðinu 20. júlí 1947. Sjá hér að aftan.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.