Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Síða 58

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Síða 58
62 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS þvöguna með sílnum, að hún var úr hrosshári (helzt taglhári), en oft voru þær úr kýrhalahári. í Svarfaðardal voru þvögur saumaðar á ná- kvæmlega sama hátt og síllinn, en bara hafðar minni. Þær nefndust sílþvögur1()) og héldust í notkun eftir að hætt var að gera síla. Einnig þekktist í Svarfaðardal önnur gerð af þvögum, hin sama og í mörg- um öðrum sveitum og líklega um land allt. Hún var svo sem lófastór leppur („eins og miðja í ílepp“, Halldóra Bjarnadóttir, „eins og meðal- stórt umslag“, Þ. P.), prjónuð á grófgerða prjóna, stundum tré- prjóna, með venjulegu garðaprjóni. Áður en þvagan var tekin í notk- un, var hún þvegin úr sóda- eða sápuvatni, þar til engin lykt fannst úr henni. I Þjóðminjasafninu er ein slík þvaga (Þjms. 8399), úr svörtu hrosshári, 9.5 X 12.5 sm og um 1 sm á þykkt, með lykkju í einu horni til að hengja þvöguna á. Þessi þvaga er úr Breiðuvík á Snæfellsnesi, nýleg, var á heimilisiðnaðarsýningu 1921. Stundum var þvagan negld á tréspaða, jafnbreiðan henni, með skafti upp af, og var þetta áhald þá stundum nefnt þvegill. (Skylt er að geta þess, að aðeins tveir sögumenn mínir nota orðið þvegill, og eru báðir af austurlandi, en fleiri þekkja áhaldið án þess að nota þetta orð.) Til var, að þvagan var prjónuð eins og lítill poki og smeygt upp á spaðann. Loks er svo þess að geta, að þar sem melur óx, voru melþvögur al- gengar, óunnar melrótaflækjur, og kannast margir sunnlendingar vel við þetta. Einnig skrifar Magnús á Syðra-Hóli mér, að hann hafi vitað til að þvögur væru gerðar úr melgresi (sjálfsagt þó rótunum, K. E.) í átthögum hans í Húnavatnssýslu, „helzt brugðnar á einhvern hátt og voru misstórar. Þær smærri voru hafðar á búsgögnin, en með þeim stærri voru þvegin gólf. Þóttu þær góðar til sinna nytja. Mel- gresi var þá varla nær að fá en í Þingeyrasandi, en betri og meiri þótti melur, er óx í Sigríðarstaðasandi. Þaðan fengu menn melreið- inga eða melinn sjálfan óunninn og stögluðu reiðinga sína sjálfir. Afgangurinn var hafður í þvögur.“ Af þvögu og notkun hennar er dregið orðtakið „að láta ganga leppinn og þvöguna“, þ. e. ganga rösklega að verki, láta hendur standa fram úr ermum. 10) í orðabók Blöndals er orðið sílþvaga gefið í sömu merkingu og síltorfa (Smaafiskestime), algjörlega athugasemdalaust. Trúað gæti ég því, að hér hafi komizt inn misskilningur og þetta ætti að fella niður eða leiðrétta í síðari útgáf- um og ekki að taka það upp í nýjar orðabækur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.