Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Qupperneq 58
62
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
þvöguna með sílnum, að hún var úr hrosshári (helzt taglhári), en oft
voru þær úr kýrhalahári. í Svarfaðardal voru þvögur saumaðar á ná-
kvæmlega sama hátt og síllinn, en bara hafðar minni. Þær nefndust
sílþvögur1()) og héldust í notkun eftir að hætt var að gera síla. Einnig
þekktist í Svarfaðardal önnur gerð af þvögum, hin sama og í mörg-
um öðrum sveitum og líklega um land allt. Hún var svo sem lófastór
leppur („eins og miðja í ílepp“, Halldóra Bjarnadóttir, „eins og meðal-
stórt umslag“, Þ. P.), prjónuð á grófgerða prjóna, stundum tré-
prjóna, með venjulegu garðaprjóni. Áður en þvagan var tekin í notk-
un, var hún þvegin úr sóda- eða sápuvatni, þar til engin lykt fannst
úr henni. I Þjóðminjasafninu er ein slík þvaga (Þjms. 8399), úr
svörtu hrosshári, 9.5 X 12.5 sm og um 1 sm á þykkt, með lykkju í
einu horni til að hengja þvöguna á. Þessi þvaga er úr Breiðuvík á
Snæfellsnesi, nýleg, var á heimilisiðnaðarsýningu 1921.
Stundum var þvagan negld á tréspaða, jafnbreiðan henni, með
skafti upp af, og var þetta áhald þá stundum nefnt þvegill. (Skylt er
að geta þess, að aðeins tveir sögumenn mínir nota orðið þvegill, og
eru báðir af austurlandi, en fleiri þekkja áhaldið án þess að nota
þetta orð.) Til var, að þvagan var prjónuð eins og lítill poki og smeygt
upp á spaðann.
Loks er svo þess að geta, að þar sem melur óx, voru melþvögur al-
gengar, óunnar melrótaflækjur, og kannast margir sunnlendingar
vel við þetta. Einnig skrifar Magnús á Syðra-Hóli mér, að hann hafi
vitað til að þvögur væru gerðar úr melgresi (sjálfsagt þó rótunum,
K. E.) í átthögum hans í Húnavatnssýslu, „helzt brugðnar á einhvern
hátt og voru misstórar. Þær smærri voru hafðar á búsgögnin, en með
þeim stærri voru þvegin gólf. Þóttu þær góðar til sinna nytja. Mel-
gresi var þá varla nær að fá en í Þingeyrasandi, en betri og meiri
þótti melur, er óx í Sigríðarstaðasandi. Þaðan fengu menn melreið-
inga eða melinn sjálfan óunninn og stögluðu reiðinga sína sjálfir.
Afgangurinn var hafður í þvögur.“
Af þvögu og notkun hennar er dregið orðtakið „að láta ganga
leppinn og þvöguna“, þ. e. ganga rösklega að verki, láta hendur standa
fram úr ermum.
10) í orðabók Blöndals er orðið sílþvaga gefið í sömu merkingu og síltorfa
(Smaafiskestime), algjörlega athugasemdalaust. Trúað gæti ég því, að hér hafi
komizt inn misskilningur og þetta ætti að fella niður eða leiðrétta í síðari útgáf-
um og ekki að taka það upp í nýjar orðabækur.