Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Blaðsíða 126
130
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
líkt og á nr. 0. 49—18, en hér er upphleypt útsprungið blóm á báðum
reitum (sams konar blóm er uppi á hlýrunum). (Knappur hefur varð-
veitzt á einu blómanna.) í hornunum ristar boglínur og kílskurðar-
bekkir. — Miðlungi vel unnið.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun engin.
6. Innfærslubók: „7/3 1918. Univ. oldsaksamling. Dep. u. nr. u.
sted. ant. islandsk.“
1. L. 197-—23. (NF) Askur úr furu. Venjulegt asklag. H. 16.
Br. 24,5.
2. Gisinn. Efstu gjörð vantar, neðst er járngjörð. Dálítið slitinn
að ofan. Ómálaður.
3. Skreyting aðeins á lokinu. Á hlýrunum er bekkur með ristum
boglínum. Á ef til vill að tákna blað með ristri miðtaug. Auk þess
rist ártal. Annars lágt upphleypt jurtaskreyti. Breiðir teinungs-
stönglar (1—1 þt sm) með innri útlínum. Enda á undningi. Að öðru
leyti fáeinir einfaldir blaðfíipar með skörðum á brúninni. Samhverfi.
Stönglarnir spretta frá reitnum með rista ártalinu. Neðst á þeim
nokkrar kílskurðarstungur. — Allvel unnið.
4. 1859.
5. Áletrun engin.
6. Innfærslubók: 23/3 1923. Landbruksmuseet. Dep. 829. Sigurð-
ur Sigurðsson, Reykjavík, safnaði.
1. D. T. 1310. (DM) Askur úr furu. Venjulegt asklag. Typpi á
uppistöðu. H. (án typpisins) um 13. Br. um 25.
2. Nokkrar smásprungur á eyrunum, annars í ágætu lagi. Gjarð-
irnar eru líklega nýjar. (Allur askurinn lítur út sem nýr og ónotaður.
Ef til vill hliðstæður nr. 29.014 a og b og nr. 56.558 í NMS, „nýgerður
eftir gamalli fyrirmynd“?). Brúnbæsaður og gljáborinn.
3. Stallaskraut yzt á eyrunum. Typpið tilskorið. Útskurður ofan
á lokinu. Á hlýrunum krákustígsbekkir, kílskurðarraðir og band-
hnútur. Á reitnum við totuna kílskurðarraðir, bandhnútur og „kringl-
ur“ á stilk og tveir bekkir, sem minna á „hlaupandi hund“, myndast
þeir milli bátaskorinna þríhyrninga. Að öðru leyti sammiðja niður-
skipan. Á brúninni kílskurðarröð. Því næst bekkur með kílskurði og
kringlum á stilk, í hornunum næst ofangreindum tveimur reitum. Þá
er báðum megin á lokinu sléttur, lítillega lækkaður reitur með sveigðri