Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Blaðsíða 53
AÐ SAUMA SlL OG SÍA MJÓLK
57
hári, stundum prjónaður, en einnig einhvern veginn brugðinn eða
fléttaður eins og karfa, enda elztu dæmi um síl eldri en prjónalistin
hér á landi. í notkun var síllinn festur á grind, sílgrind. Síllinn hefur
þekkzt lengst norðanlands, er þegar um 1800 kallaður norðlenzki
sílárinn.
Þess var áður getið, að margt eldra fólk í Svarfaðardal myndi enn
eftir sílum og hvernig þeir voru gerðir. Fróðleiks- og hagleikskonan
Soffía Gísladóttir á Hofi (f. 15. marz 1906) hefur búið til síl og síl-
þvögu fyrir Þjóðminjasafnið og lýst því út í æsar, hvernig verklagið
var. Hún lærði það af móðurömmu sinni, Halldóru Jónsdóttur (f. 27.
ágúst 1845) frá Holárkoti. Hún kunni vel að sauma síl og gerði það
iðulega. Þegar hún gekk á engið, hafði hún oft með sér hálfgerðan
síl, festi nýjan nálþráð við, áður en hún lagði af stað að heiman, og
saumaði á göngunni. Ekki munu allar konur hafa saumað þessa hluti,
enda þær, sem það gerðu, stundum kallaðar sílkonur.
Síllinn var gerður úr kýrhalahári, og þótti sjálfsagt; það þófnaði
miklu síður en hrosshár, rann vel úr því og auðvelt að halda því
hreinu, svo að mjólkurleifar súrnuðu ekki í sílnum. Farið var í fjós
og lengstu hárin klippt úr hölum kúnna og bundin í knippi úr hverri
einstakri kú, til þess að ekki blönduðust saman litirnir. Hárið var
síðan þvegið upp úr sápuvatni og þurrkað, helzt í sólskini. (Á sama
hátt var síllinn þveginn og látinn vera úti í sólskini dögum saman til
sótthreinsunar, þegar hann var fullgerður.) Þá var það kembt í gróf-
um ullarkömbum og annaðhvort lyppað fram úr kambinum ellegar
kemban rúlluð upp og þá kölluð vöndull. Síðan var spunninn einn nál-
þráður í einu og tvinnaður. Þurfti að hafa hann töluvert snúðharðan
til þess að vel tvinnaðist. Hver nálþráður var þannig gerður, að lykkja
myndaðist á báðum endum. Var um að gera að endar þráðarins mætt-
ust nær öðrum (aftari) enda eða lykkju nálþráðarins til þess að sem
sjaldnast þyrfti að draga brigzlin eða samskeyti þráðarendanna í
gegn. Lykkjurnar voru hafðar á báðum endum nálþráðarins til þess
að auðvelt væri að festa við, því að alls ekki mátti hnýta nálþræðina
saman. Annaðhvort voru nálþræðir festir saman með einföldu bragði,
og var það auðvelt, þegar lykkjur voru á báðum endunum, sem saman
skvldi skeyta, eða þrætt var í gegnum lykkjuna á síðasta þræði, áður
en nálþráðurinn var tvinnaður, og við það urðu samskeytin mýkri.
Þessi aðferð var því æskilegri, en heldur fyrirhafnai'samari.
Hver nálþráður var hafður sem lengstur, alltaf eitthvað á annan