Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Page 53

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Page 53
AÐ SAUMA SlL OG SÍA MJÓLK 57 hári, stundum prjónaður, en einnig einhvern veginn brugðinn eða fléttaður eins og karfa, enda elztu dæmi um síl eldri en prjónalistin hér á landi. í notkun var síllinn festur á grind, sílgrind. Síllinn hefur þekkzt lengst norðanlands, er þegar um 1800 kallaður norðlenzki sílárinn. Þess var áður getið, að margt eldra fólk í Svarfaðardal myndi enn eftir sílum og hvernig þeir voru gerðir. Fróðleiks- og hagleikskonan Soffía Gísladóttir á Hofi (f. 15. marz 1906) hefur búið til síl og síl- þvögu fyrir Þjóðminjasafnið og lýst því út í æsar, hvernig verklagið var. Hún lærði það af móðurömmu sinni, Halldóru Jónsdóttur (f. 27. ágúst 1845) frá Holárkoti. Hún kunni vel að sauma síl og gerði það iðulega. Þegar hún gekk á engið, hafði hún oft með sér hálfgerðan síl, festi nýjan nálþráð við, áður en hún lagði af stað að heiman, og saumaði á göngunni. Ekki munu allar konur hafa saumað þessa hluti, enda þær, sem það gerðu, stundum kallaðar sílkonur. Síllinn var gerður úr kýrhalahári, og þótti sjálfsagt; það þófnaði miklu síður en hrosshár, rann vel úr því og auðvelt að halda því hreinu, svo að mjólkurleifar súrnuðu ekki í sílnum. Farið var í fjós og lengstu hárin klippt úr hölum kúnna og bundin í knippi úr hverri einstakri kú, til þess að ekki blönduðust saman litirnir. Hárið var síðan þvegið upp úr sápuvatni og þurrkað, helzt í sólskini. (Á sama hátt var síllinn þveginn og látinn vera úti í sólskini dögum saman til sótthreinsunar, þegar hann var fullgerður.) Þá var það kembt í gróf- um ullarkömbum og annaðhvort lyppað fram úr kambinum ellegar kemban rúlluð upp og þá kölluð vöndull. Síðan var spunninn einn nál- þráður í einu og tvinnaður. Þurfti að hafa hann töluvert snúðharðan til þess að vel tvinnaðist. Hver nálþráður var þannig gerður, að lykkja myndaðist á báðum endum. Var um að gera að endar þráðarins mætt- ust nær öðrum (aftari) enda eða lykkju nálþráðarins til þess að sem sjaldnast þyrfti að draga brigzlin eða samskeyti þráðarendanna í gegn. Lykkjurnar voru hafðar á báðum endum nálþráðarins til þess að auðvelt væri að festa við, því að alls ekki mátti hnýta nálþræðina saman. Annaðhvort voru nálþræðir festir saman með einföldu bragði, og var það auðvelt, þegar lykkjur voru á báðum endunum, sem saman skvldi skeyta, eða þrætt var í gegnum lykkjuna á síðasta þræði, áður en nálþráðurinn var tvinnaður, og við það urðu samskeytin mýkri. Þessi aðferð var því æskilegri, en heldur fyrirhafnai'samari. Hver nálþráður var hafður sem lengstur, alltaf eitthvað á annan
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.