Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Síða 30

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Síða 30
34 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS þó af sömu stærð og gerð og áður var. Lét prestur færa stein á laugar- barminn, og á þann stein hjó faðir minn eftir fyrirmælum prests ,,V. Th. 1858“. Stafirnir V. Th. eru fangamark séra Vernharðs. Hann skrifaði sig Thorkelsson." 17) * Athugum fyrst málin, sem gefin eru á Snorralaug í þessum heim- ildum, beint eða óbeint. f frásögn Páls Vídalíns geymast munnmæli um vatnsdýptina, eins og hún á að hafa verið á 13. öld, hann getur um bekki í lauginni og um útrásarvindauga, líklega gat ofarlega á laugarveggnum, sem stilli vatnsborðið. Loks staðhæfir hann, að margir samtímamenn hans haki vatnið, ef þeir sitji á steini í laugargólfinu, eins og sagt var að Guð- mundur biskup (Arason) hefði gert. Gerum ráð fyrir, að steinninn, sem talað er um, sé ein af botnhellunum, sem nú eru í Snorralaug. Nú er botninn jafnhæstur nálægt miðju, en lægstur við frárennslið á suðurhluta veggjarins. Vera má, að svo hafi verið lengi (þrátt fyrir ummæli Hendersons, sjá síðar), hafi menn setzt flötum beinum á miðhelluna, t. d., og vatnið tekið sumum í höku, þegar laugin var full. Ef fullorðnir menn sitja þannig lætur nærri að 55—70 sm séu upp að höku. Þetta eru að vísu rúm takmörk,18) en þó athyglisverð. Kemur hæð þessi nokkurn veginn heim við vatnsdýptina í Snorralaug fullri, eins og hún var, áður en viðgerðin fór fram 1959. Þá voru, frá botni á sama stað, 66 sm að útrásarvindauga, en víða er botninn nokkrum sentimetrum hærri (mest 15 sm). Nú eftir viðgerðina er vindaugað, nefnt „yfirfallsgat“, 70 sm frá botni á sama stað. Kemur það ef til vill betur heim við mál Páls Vídalíns, ef hann á annað borð á við botnhellu, þegar hann talar um „stein“. í lýsingu Eggerts og Bjarna er þannig sagt frá setinu í lauginni, að hún hlýtur að hafa verið kringlótt, en mál eru ekki gefin, nema hvað fullyrt er, að fimmtíu manns komist fyrir í henni. Mackenzie segir hana kringlótta, þvermálið um 14 fet eða um 4.27 m, dýptina um 6 fet eða 1.83 m, en vatnsdýpið um 4 fet eða um 1.22 m. Holland segir þvermálið 12 eða 14 fet, þ. e. 3.60 m eða 4.20 m, en dýptina 3 eða 4 fet, þ. e. 0.90 eða 1.22 m. 17) Kristleifur Þorsteinsson, Úr byggðum Borgarfjarðar, II, Reykjavik, 1948, bls. 200-201. 18) Þau færast að sjálfsögðu niður, þegar um er að ræða líkamshæð manna á 18. öld, en engin tök eru á að segja nákvæmlega til um það.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.