Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1961, Side 73

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1961, Side 73
GAMLA BÆNHÚSIÐ Á NÚPSSTAÐ 77 Ekki trúi ég,. að kirkjan hafi verið lengri en nú er svo neinu nemi, aðeins hafi ein sperra verið ónýt og ekki þótt nauðsynlegt að end- urnýja hana. Viðgerff kirkjunnar. Viðgerð kirkjunnar hófst í maí 1958. Þá var þakið tekið af hús- inu, allar þiljur og þverþil tekin úr því. Þá voru veggir hlaðnir upp, þar sem þeir voru orðnir lasnir. Grindin var rétt og hækkuð í tótt- inni svo sem unnt var og fjórum stöfum og tveimur sperrum bætt í framkirkjuna til styrktar. Smíðað var nýtt gaflþil að austan með glugga og vindskeiðum. Þak framkirkju var hellulagt á langbönd svo sem áður var, en yfir skarsúðina í kór var lagt bárujárn. Smið- ur var Sigurjón Magnússon í Hvammi undir Eyjafjöllum, en hleðslu- maður Hannes bóndi á Núpsstað. Um haustið komum við Kristján Eldjárn þjóðminjavörður að Núpsstað og athuguðum húsið. Kom okkur saman um að reyna að fá því nokkru eldri, kirkjulegan svip án þess þó að breyta því neitt að ráði með nýsmíði. Því miður þekktum við þá ekki fyrri lýsingar kirkjunnar, þær sem raktar hafa verið hér að framan, en trúlegt er að ef við hefðum þekkt þær, hefði það að einhverju leyti breytt viðgerð kirkjunnar. Næsta vor hófst viðgerðin 20. júní. Þá var sett nýtt fjalagólf í kórinn, þiljur settar á sinn stað aftur í framkirkju og einnig í kór, en þar þurfti að bæta í spjöldum og listum. Voru einkum notaðar til þess fjalir úr gamla milliþilinu, og eru nú öll spjöld í kirkjunni úr gömlum viði, en listar í austurþili eru nýir, bæði lóðréttir og einnig láréttur listi undir glugga, er þar var ekki áður, en var settur nú til þess að spjöldin yrðu ekki of stutt. Þilin í þrí- hyrnum yfir glugga og bita á milli kórs og kirkju eru gömul. Smíð- aður var nýr umbúnaður um kórdyr og hálfþil með syllum báðum megin kórdyra svo og pílárar frá þeim syllum upp að bita, gerðir með hliðsjón af gömlum pílárum á Þjóðminjasafni. Settir voru bekkir langsum með báðum veggjum í framkirkju, þiljaðir að fram- an fyrir neðan sæti (hálffóðraðir?), til þess að hylja bilið á milli þilja og gólfs. Loks var lagt hellugólf í framkirkjuna. Báðir stafnar hússins voru bikaðir með koltjöru, en hurð, gluggaumbúnaður og vindskeiðar málaðar hvítar. Sigurjón frá Hvammi var smiður nú sem fyrr og Hannes bóndi Jónsson vann við hellulögnina, en ég var þeim til aðstoðar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.