Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Qupperneq 12

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Qupperneq 12
16 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS en að setja hægri höndina á, þá sem nú er búið að taka af aftur, og svo bæsa líkneskið og lakka og fá því þannig það yfirbragð, sem það hefur nú, frekar dökkt og nokkuð gljáandi. Vafalaust hefur líkneskið allt verið málað í öndverðu, en af máln- ingu sést nú ekkert, en vottur af undirhvíti sést sums staðar niðri í skorum, t. d. í kverkinni undir skegginu. Aðeins ríkiseplið og kross- inn upp úr því er með gyllingu, sem virðist vera forn, og vottur af gyllingu sést á tökkum kórónunnar, og það er einmitt það, sem sýnir að hún er upprunaleg. Á baki líkneskisins ofarlega er 6 sm djúp hola kringlótt, rúmlega 1 sm í þvermál. 1 hana hefur sennilega verið rekinn tappi til að festa líkneskið við bakgrunninn, og neðar er sundursagaður látúnsnagli, sem þjónað hefur sama tilgangi. Neðan á stallinum eru á tveimur stöðum för eftir bekkhaka, og sýnir sig við nána athugun, að það eru sömu hakarnir og þeir sem gert hafa förin á konulíkneskinu, að- eins eru förin á þessu líkneski miklu grynnri, ekki eins djúpt rekið, og gerir það nokkurn mun f 1 j ótt á litið. Þetta er eitt af því sem tekur af tvímæli um að myndirnar eiga saman, en fleira kemur til. Báðar eru myndirnar 11 sm þykkar mest, og fer vel á því um tvö líkneski í sömu brík, en hitt er þó meira um vert, að eikin í báðum er svo nauðalík, að vafalaust virðist vera um sama tré að ræða, 50 árhringar taldir í hvoru líkneski um sig gefa nákvæmlega sömu þykkt, vetrar- eik í báðum. Búturinn, sem frampartur kórónunnar er gerður úr, virðist þó kunna að vera úr ö'ðru efni, þótt eik sé. Allar athuganir á viðnum hefur Haraldur Ágústsson aðstoðað við, og skulu honum hér færðar þakkir fyrir áhuga og glöggskyggni. Þess skal enn fremur getið með þökkum, að Ásmundur Brekkan yfirlæknir sýndi þessum myndum þann áhuga, áð hann tók af þeim stórar röntgenljósmyndir, sem staðfesta enn, að myndirnar séu gerðar úr efnivið af sama tré. Óhætt er að segja, að vel og greiðlega gengi saman með þeim tveim- ur líkneskjum, sem þegar hefur verið lýst, enda virtist nú þegar hilla undir skilning á því, hvaða persónur helgar hér var um að ræða. En þá hlaut sú ósk að verða brennandi áð hafa upp á þriðju myndinni, þeirri sem enn var í kirkjunni, þegar Sigurgeir biskup vísiteraði hana 1939. Af lýsingu Matthíasar Þórðarsonar mátti ráða, að það væri mynd af karlmanni, ómáluð, vel skorin, um 60 sm há eða jafnhá Búðardalslíkneskinu. Líkneskið var fest á fjöl, sem vænt- anlega sýndi hæð bríkarinnar, sem myndirnar voru úr. Talin Krists- mynd í vísitazíu Jóns biskups Helgasonar, og kom það heim við það sem ætla mátti eftir rannsókn hinna myndanna tveggja. Og nú, þeg-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.