Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Síða 24

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Síða 24
28 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS heyja sér orðaforða og nema notkun kenninga. í þessum tilgangi samdi Snorri sögu guðanna, Gylfagynning og Skáldskaparmál, sem hann fléttaði hetjusögurnar inn í og notaði við það alveg sömu vinnubrögð og hann síðar viðhafði við samningu Heimskringlu — þ. e. endursagði goða- og hetjukvæðin í óbundnu máli og setti inn á milli nokkrar vísur úr kvæðunum máli sínu til stuðnings. Frásagnar- kvæði, sem skýrðu frá uppruna og atvikum úr ævi guða og hetja, og kvæði þrungin af heitum höfðu mest gildi fyrir skáldin, enda vitnar Snorri sérstaklega til slíkra kvæða, og sömu sjónarmið virðast hafa ráðið vali goðakvæðanna í Sæmundareddu. Af hvorugri eddanna verð- ur það ráðið, að ætlunin hafi verið að safna á einn stáð öllu, sem vitað var um hinn forna átrúnað, þvert á móti virðist sneitt hjá öllum lýs- ingum á heiðnum trúarathöfnum, göldrum, seiði og særingum í ein- stökum atriðum, því ólíklegt er að það hafi með öllu verið fallið í gleymsku á dögum Snorra. Og áhættulaust hefur það varla verið kristnum manni að fara náið út í þá hlið hins heiðna hugarheims, ef hann vildi komast hjá trúvillu, og samt hefur Snorra þótt vissara að tryggja sig gegn slíkri ákæru með því að hefja formálann að Eddu sinni á upphafsorðum heilagrar ritningar og að gera í honum grein fyrir sköpun heimsins og tilvist hinna heiðnu guða á algerlega kristna vísu, og til enn frekari áréttingar þessu segir hann í Skáldskapar- málum: ,,en eigi skulu kristnir menn trúa á heiðin goð og eigi á sann- indi þessarar sagnar, annan veg en svo sem hér finnst i upphafi bók- ar (þ. e. formálinn), er sagt er frá atburðum þeim, er mannfólkið villist frá réttri trú“ (Edda Snorra Sturlusonar, útg. Sveinbjörn Egilsson, 1848, bls. 154). Nú hefur verið lýst meginástæðunni fyrir tilurð eddanna, en var hún einnig orsök þess, að þessi heiðnu kvæði varðveittust fram á daga Snorra og sum væru jafnvel ort á þeim tímum? Það liggur næst að álykta, að sú sé orsökin, að minnsta kosti verður ekki hjá því komizt að eigna hinu forna skáldamáli, með sínum kenningum og heitum, einhvern þátt í geymslu eddukvæðanna og þá að skáldin hafi átt sinn þátt í varðveizlu kvæðanna fram á byrjun 13. aldar. Sigurður Nordal (Völuspá, 1923) telur, að svo hafi verið um Völu- spá, en um hana segir hann: „kvæðið hefur frá upphafi verið stuttort og torskilið, nú er það auk þess í brotum og sumsstaðar aflagað" og „Völuspá hefur aldrei verið á alþýðu vörum, eins og t. d. Lilja síðar“ (bls. 6). Og síðan heldur hann áfram: „En þó að Völuspá hafi verið geymd í minni fróðustu og vitrustu manna á 11. og 12. öld, var hún samt ekki óhult fyrir skemmdum. Skáldið bar höfuðið of hátt yfir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.