Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Qupperneq 33

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Qupperneq 33
HUGLEIÐINGAR UM EDDUKVÆÐI 37 uðu, það hafa verið særingar og bænir á heiðna vísu, en það eigi skyldi ónýtt vera voru heiti, kenningar og þær völdu sagnir, er nauð- synlegar voru til að skilja þær, ,,en eigi skulu menn þessum sögnum trúa framar en skynsamlegt er“, eins og segir í formálanum. En um það „hversu kveða skal“ samkvæmt nýja stíl segir svo: „Láta fróðir tungu, sem í því landi talast, sem þá eru þeir, eigi aðeins hversu tala skal, heldur og jafnvel hversu hver stafur hljóðar,“ (bls. 159) og áfram „hefur hver sett stafina eftir þeirri tungu, sem þeir hafa talað; og þó að þeirra verk sé samanborin, þá bregður ekki þeirra annars reglu. Skal yður sýna hinn fyrsta lesturshátt, svo ritinn eftir sextán stafa stafrófi í danskri tungu, eftir því sem Þóroddur rúna- meistari og Ari prestur hinn fróði hafa sett á móti latínumanna staf- rófi, er meistari Priscianus hefur sett“ (bls. 160). Sú nýjung, sem hér er talað um, er latínustafrófið í stað rúnanna, og fæ ég ekki séð, að það megi vera til neins hagræðis við að kvéða kvæði, nema þau hafi áður verið skráð rúnum, og til þess bendir líka eindregið þessi setning úr formálanum: „til þess að skáldin mætti þá mjúkara kveða eftir nýfundinni leturlist“ (bls. 160). Hafi kvæðin aðeins verið til í munnlegri geymd þá skipti leturlistin engu máli við framsögn þeirra. Það er einnig skiljanlegt, að það hafi verið einkanlega klerkarnir, sem vildu losna við rúnirnar, því þær voru staf ir Óðins og fylgdi þeim töframáttur, sem með latínuletrinu færðist yfir á latínuna, auk þess sem rúnastafrófið var mun ófullkomnara en það latneska. Eitt af því, er þeir, sem telja að ekkert að gagni hafi verið skráð hér á landi á undan Hafliðaskrá, leggja talsvert upp úr sem röksemd fyrir skoðun sinni, er frásögn Ara fróða af þessum atburði. En hún hljóðar svo: „Hið fyrsta sumar, er Bergþór sagði lög upp, var ný- mæli það gert, að lög vor skyldi skrifa á bók að Hafliða Mássonar um veturinn eftir áð sögu og umráði þeirra Bergþórs og annarra spakra manna, þeirra er til þess voru teknir. Skvldi þeir gera nýmæli þau öll í lögum, er þeim litist þau betri en hin fornu lög. Skyldu þau segja upp hið næsta sumar eftir í lögréttu og þau öll halda, er hinn meiri hlutur manna mælti þá eigi gegn. En það varð að framfara, að þá var skrifaður Vígslóði og margt annað í lögum og sagt upp í lögréttu af kennimönnum um sumarið eftir“ (Islendingabók, útg. Finnur Jóns- son, 1930, bls. 37). Um þetta segir Jón Jóhannesson: „Bergþór lög- sögumaður hefur sennilega hvorki kunnað að lesa né skrifa, úr því að hann sagði ekki upp hin nýskráðu lög í lögréttu“ (íslendinga saga, bls. 110). Og Finnur Jónsson gerir í útgáfu sinni af íslendingabók eftirfarandi athugasemd við ofangreindan kafla úr lienni: „sagt upp“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.