Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Side 43

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Side 43
ÁLNIR OG KVARÐAR 47 eigenda eru ekki skammstöfuð. Á eftir nafni eiganda kemur ein- kennismerki safnsins, en síðan lýsing kvarðans. Þess ber að gæta að sé handfang á kvarðanum, er næsti hluti kvarðans kallaður efsti eða aftasti hluti hans, en hinn endinn framendi og stefnan til hans fram. Þjms. 1051. „Kvarði úr rauðatré (mahagoni); hann er sem beinn ormur með hreistri í laginu; handfangið er ormstrjóna, og er skorið með rósum og blöðum; á báðar hliðar er kvarðinn og allur skorinn með rósablöðum, og hreistur fremst sem endar þó með blöðum yzt í endann. Sléttar randir eru beggja megin; er öðru- megin dönsk alin, þó ekki nákvæm, því hún er tveimur línum lengri en dönsk alin. (= 63,2 sm). Hinumegin stendur að sé íslenzk al., en hún er heldur ekki rétt, því hún er 22% þuml. (=58,85 sm)............. öðrumegin á hliðinni á kvarðanum stendur innan i rósinni með snarhandar stöfum: Ári6, en hinumegin með skýru latínuletri: mabsiv." (Or safnskýrslu Sigurðar Vigfússonar, Matthías Þórðarson bætir við: mabsiv = 1000 + 500 + 300 + 70 + IV (þ. e. 4) = 1874.) Kvarða þennan keypti Jón Árnason forstöðumaður safnsins þann 15. mai 1876 ásamt fleiri gripum af P. Bjarnasyni í Hákoti i Njarðvikum. Það er athyglisvert, að þá er kvarðinn aðeins tveggja ára gamall. Filippus Bjarnason á Sandhólaferju og Efri-Hömrum hefir smíðað og skorið kvarða þennan út, en hann hvarf úr Þjóðminjasafninu fyrir nokkrum árum. Þjms. 2910. Kvarði úr furu ferstrendur og blár í handfangsendann þar eð hann hefir verið notaður til að hræra í blásteinsvatni. Kvarðinn er brotinn nálægt miðju °g hefir verið negldur saman og við það sýnist hann hafa lengzt um 0,1 sm, 1. nú 68,3 sm, br. 1,9 sm, þ. 1,2 sm rétt efst, en mjókkar til beggja enda, einkum fram, bar er br. 1,2 sm og þ. 0,7 sm. Á aðra mjóu hliðina eru mörkuð 4 kvartil (1 alin) með látúnsnöglum, að 1. 62,8 sm en kvartilin 15,6 sm — 15,8 sm. Á þessari hlið kvarð- ans eru tvær djúpar skorur, en ekki er að sjá að þær afmarki mælieiningar. Á gagnstæða hlið kvarðans eru enn mörkuð með þverskorum 4 kvartil samtals 55,9 sm að lengd. Kvartilin eru að 1. 13,9 sm — 14,2 sm. Aðrar merkingar eru ekki á kvarðanum. Uppruni ókunnur. Þjms. 4114. Kvarði úr eir með sívölu handfangi úr látúni og hring i endanum ár svipuðu efni. Handfangið er að 1. 11,7 sm og þvm. 3,1 sm mest, þvm. hringsins er 2,2 sm. Mælikvarðinn sjálfur er úr eir, br. efst 1,8 sm, þ. 0,5 sm, en fremst er br. 1.6 sm og þ. 0,2 sm. Á aðra hliðina er grafið D: Al: og þar eru mörkuð 4 kvartil með bverstrikum, 1. samtals 62,8 sm, en kvartilin eru 15,6 sm — 15,75 sm. Raunar er íremsta kvartilið stytzt og efsta kvartilið lengst og má vera að þau hafi upphaflega Verið jöfn hinum, 15,7 sm. Allri þessari alin er skipt i þumlunga, með stuttum skor- um 6 í hverju kvartili, 1. 2,6 sm — 2,7 sm. Hinum megin er grafið á kvarðann Isl: Al: 21 9/11 t og þar er auk þess stimpill með C og 5 fléttað saman og kóróna yfir. Þetta er löggildingarmerki sbr. bls. 51. Ofan við stimpilinn er þverstrik, sem afmarkar ^essa alin, en hún er 57,3 sm. Með þverstrikum er þessari alin skipt í 4 kvartil, 1. 14,25 sm —14,40 sm (fremsta kvartil stytzt). Efsta kvartili er enn skipt í 4 hluta, *• 6,55 sm — 3,60 sm. Aðrar merkingar eru ekki á kvarðanum. Frá Hvammi i Vatns- dal og hefir verið talinn sýslumannskvarði úr Húnavatnssýslu. Hér ber að geta þess, þó hin danska alin sé rétt mörkuð á kvarðann, þá er hin íslenzka alin, sem þar er mörkuð alls ekki 21 9/11 tommur, það væru 57,064 sm, heldur er þessi alin mjög nærri því að vera rétt Hamborgaralin, en hún var talin 57,279 sm — 57,314 sm. Þjms. 5635. Kvarði úr mahogný, ferstrendur, 1. 29,85 sm, br. 1,1 sm og þ. 0,4 sm.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.