Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Síða 51
ÁLNIR OG KVARÐAR
55
er eftir 51,6 sm, en nýi búturinn er 13,5 sm (þeir ganga á misvíxl). Á einni hlið er
gamli kvarðinn strikaður, en sá nýi ekki. Á gamla kvarðann er markað fet (eitt
nú), 1. 31,2 sm, og þrjú kvartil heil, 1. 15,5 sm—15,6 sm. Enn er kvarðanum skipt í
þumlunga, 6 i hverju kvartili, 2,45 sm — 2,70 sm ianga og þeim aftur skipt í hálf-
þumlunga 1,1 sm —1,4 sm langa. — Á nýja bútinn eru merktir þumlungar, 1.
2.5 sm — 2,9 sm og þeim nema endaþumlunginum skipt í hálfþumlunga, 1. 1,05 sm —
1,60 sm. Ekki er handfang á kvarðanum. Frá Stóru-Giljá.
BHS. 341 V. Kvarði úr furu, sljóferstrendur, 1. 69,8 sm, mesta breidd (efst á mæli-
kvarða) 2,1 sm, þ. 1,5 sm, mjókkar nokkuð og þynnist til endanna, slitinn og máður.
Stallur er tekinn í hlið kvarðans um 7,5 sm frá enda til að afmarka mælikvarðann
sjálfan, en hann er 62,1 sm — 62,2 sm langur, enda hallast stallurinn nokkuð.
Kvarðanum er skipt með þverskorum í kvartil, 1. þess fremsta er 15,25 sm, enda
mun vanta þar 3—4 mm vegna slits, en hin kvartilin eru að 1. 15,5 sm —15,7 sm.
Hverju kvartili er síðan slcipt i 6 þumlunga með látúnsnöglum, fremsti þumlungur-
inn er aðeins 2,25 sm langur, of stuttur af sömu ástæðu og fremsta kvartil, en hinir
þumlungarnir eru að 1. 2,5 sm — 2,7 sm. Kvarði Guðmundar Guðmundssonar smiðs,
Vollum, kom frá Svarðbæli í Ytri-Torfustaðahreppi.
BHS. 493 V. Helmingur af tommustokk úr íbenholt eða öðrum líkum viði.
Stokkurinn hefir verið lagður saman í miðju og þessum helmingi fylgja lamir
úr látúni, 1. 31,3 sm, br. 2,6 sm og þ. 0,8 sm, heill hefir kvarðinn því verið ein
dönsk alin eða um 62,6 sm, en nú er sem sagt aðeins annað fetið eftir. Þessu feti
er skipt í 12 þumlunga, en þumlungunum í hálfþumi.. kvmrtþuml., og loks í 12 línur.
Deilistrik þumlunganna ná þvert yfir breiðhlið kvarðans, en sexþumlungastrikið er
auðkennt með skástriki. Skipting í smærri einingar er mörkuð með mislöngum strik-
um á báða jaðra sama flatar og ná mislangt inn á hann og enda öll við strik sam-
hliða brúnum kvarðans. öll skipting er mjög nákvæm. Frá Ingólfi Guðnasyni,
Hvammstanga, úr eigu Guðmundar Guðmundssonar smiðs á Ytri-Völlum.
BHS. S. 60. Kvarði renndur úr beyki. Rennt er handfang efst á kvarðann og
örmjótt strik til að greina mælikvarðann frá. Þar á mótum handfangs og mæli-
kvarða er tálgað sem fingrafar og í því eru 3 látúnsnaglar á móts við mjóa strikið,
1- alls 73,8 sm, handfang 11,0 sm og mælikvarðinn sjálfur 62,75 sm. Mælikvarðanum
er skipt með þremur látúnsnöglum í tvö fet og eru þau hvort um sig að 1. vel 31,35
sm. (Efstu naglarnir þrir eru ekki alveg eins rétt settir og mjóa strikið, 0,05 sm
of framarlega). Fetunum er aftur skipt i kvartil með tveimur samhliða nöglum, 1.
15.6 sm —15,7 sm. Efst á kvarðann eru markaðir 3 þumlungar með einföldum
látúnsnöglum. Frá Húsavik í Kirkjubólshreppi, smíðað hefir Jón Guðmundsson,
Tungugröf, Steingrímsfirði.
BHS. S. 61. Kvarði úr furu, upphaflega sívalt prik, sem einn flötur hefir verið
heflaður á og þar eru deilistrikin. Ofan við efsta strik er tekið djúpt far i hand-
fangið. Lengd alls kvarðans er 74,6 sm, handfang 11.9 sm og mælikvarðinn sjálfur
62.7 sm. Kvarðanum er skipt i kvartil með skorum, sem ná þvert yfir flötinn, 1.
15.5 sm —15,7 sm. Hverju kvartili um sig er skipt i 6 þumlunga með skorum, sem
ná hálfa leið yfir flötinn, 1. 2,4 sm — 2,9 sm. Vera má, að kvarðinn hafi verið ívið
longri áður (0,1 sm?), hann er svo sem hnoðaður í endann. Frá Kollafjarðarnesi í
Kirkjubólshreppi. Smiðað hefir Jón Guðmundsson, I.itlu-Hvalsá, Hrútafirði.
BHS. S. 205. Kvarði úr hvalbeini, i. 65,8 sm, ferskeyttur i þverskurð. br. fremst
1,1 sm, en þar sem hann er gildastur, nokkru ofan við miðju er br. (= þ.) 1,8 sm.
Nú virðist vanta á báða enda kvarðans, en báðir endar hafa verið notaðir til að
hræra í blásteinsvatni, enda eru þeir báðir grænir. Með aldrinum hefir kvarðinn