Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Side 63

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Side 63
ÁLNIR OG KVARÐAR 67 og meöalmaSur, þeirri, sem þeir eru báðir að vitna í: „... Hamborgar- alin var hér orðin tíðkanleg, sú er vér nú höfum, og 3 gjöra meðal- manns faðm, en 12 fjóra faðma .. .“26 Með öðrum orðum: Það eru skv. skoðun Páls 3 Hamborgarálnir, sem gera meðalmannsfaðm, en ekki Sjálandsálnir og þá verður ein „Lögbókaralin“ % hlutar af Hamborg- aralin, vegna þess að í meðalmannsfaðmi eru 3V2 „Lögbókaralin." 5. flokkur. Forn íslenzk alin. 1 þessum flokki er aðeins eitt alinmál og hefir Finnur Jónsson á Kjörseyri skorið það á kvarða sinn. Þáð er 18 þumlungar danskir eða 47,1 sm. Ég hygg að Finnur hafi sett hana þarna til fróðleiks, ef til vill eftir munnmælum sbr. hér á undan, en trúlegra er að hann hafi markað hér lengd á framhandlegg méðalmanns, hina náttúrlegu alin. Ekki tel ég neinar líkur til að Finnur hafi haft fyrir sér gamlan kvarða með þessu máli á. Hinir fornu kvarðar eða stikur virðast fyrir löngu vera komnir í glatkistuna. Þó má geta þess, að í ísl. fbrs. I, bls. 307 neðanmáls nefnir Jón Sigurðsson kvarða, sem á voru markaðar dönsk alin, Hamborgaralin og íslenzk alin, sem var þeirra stytzt. Bæði er, að þetta gæti verið 54 sm alin sú, sem rætt var um hér á undan (Jónsalin) og að þeir, sem þekktu grein Páls Vídalíns úr Fornyrðum lögbókar Alin að lengd og meðalmaður gátu út frá henni markað á kvarða sinn íslenzka alin, sem var sama sem % af Hamborgaralin. Fyrsti maður, sem mér er kunnugt um að hafi velt því fyrir sér, hve löng hin forna íslenzka alin hafi verið er Páll lögmaður Vídalín. Um það hefir hann skrifað langa grein, Alin að lengd og meðalmaður og er hún prentuð í Skýringum yfir fomyrði lögbókar,27 Hann geng- ur út frá því, að á dögum Magnúsar kóngs lagabætis hafi meðal- mannsfaðmur verið talinn 3V2 alin. Síðan sýnir hann fram á með mikilli röksemdafærslu, að menn hafi ekki verið hærri á þeim tím- um en á dögum Páls sjálfs, en hann telur meðalmann á sínum tímum vera 3 Hamborgarálnir réttar. Þar af leiðir, að forn íslenzk alin var % hlutar af Hamborgaralin (--= 49,1 sm). Gallinn við þetta er sá, að Páll vissi ekki hver var meðalhæð manna á 13. öld og enda ekki heldur á hans eigin tímum, en miklu gat þetta þó ekki munáð. Næst tekur Jón biskup Árnason þetta mál til yfirvegunar og kemst að þeirri niðurstöðu, að forn íslenzk alin hafi verið jöfn Sjálandsalin, en % hlutar af henni nefnir hann norska alin.28 Auk þess að Jón misskilur orð Páls Vídalíns, þá lætur það undarlega í eyrum, að Jón talar hiklaust um meðalfaðm og meðalmanns hæð sem 3 danskar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.