Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Side 121

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Side 121
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJA SAFNIÐ 1967 125 Gísli Gestsson var á Núpsstað dagana 21.—29. júlí og dyttaði þar mikið að bænhúsinu og rannsakáði margt í sambandi við gamla bæ- inn, sem nú er að miklu leyti horfinn. Spurði Gísli Hannes bónda spjörunum úr um þennan merkilega bæ, og varð á þann hátt borgið mikilli vitneskju. Þór Magnússon fór hinn 16. sept. að Skaftafelli í Öræfum og skoðaði gamla bæinn í Selinu, sem komið hefur til mála að látinn yrði standa, ekki sízt þar sem Skaftafell er nú orðið þjóðgarður. Leizt Þór illa á bæinn, og ljóst er, að í rauninni þyrfti að byggja hann upp að verulegu leyti. Seinna átti þjóðminjavörður tal við Ragnar Stefánsson í Skaftafelli um bæinn, og er það raunar enn til athug- unar, hvað gera skuli í þessu máli. Þjóðminjavörður kom í Þverá í Laxárdal í Þingeyjarsýslu hinn 16. júlí og rannsakaði að nokkru gamla bæinn þar. Var þar þá einnig Karl Kristjánsson frá Kaupfélagi Þingeyinga. Bersýnilegt er, að ekki má eyðileggja þennan bæ, sem nú er að verða eini góði bóndabærinn, sem til er í gömlum stíl. Enn er þó ekki ljóst, hvernig að þessu skuli standa, því að þar er óhægt um vik af ýmsum ástæðum. Þjóðminja- vörður gekk þó svo frá, að heimamenn á Þverá munu halda verndar- hendi yfir bænum fyrst um sinn, og verður framtíð að skera úr, hvað gert verður. En lengi má ekki dragast að gera ýmsar ráðstafanir til þess að bærinn hrörni ekki meira en orðið er eítir að hætt er að búa í honum. Þá skoðaði þjóðminjavörður einnig litla timburkirkju á Sjávar- borg í Skagafirði með tilliti til þess, að hún verði varðveitt. Kirkjan er snotur og merkileg, byggð 1853, og væri hæg'ðarleikur að gera við hana, og er nú mál þetta í athugun. Einnig ræddi þjóðminjavörð- ur við ráðamenn Kaupfélags Hrútfirðinga um gamalt verzlunarhús þar og benti þeim á, að illa væri farið, ef það mætti ekki standa til frambúðar, en komið hefur til mála að rífa það. Var því máli vel tekið, en formlega hefur ekkert verið afráðið í þessu efni. Lokið var áð langmestu leyti viðgerð Búrfellskirkj u í Grímsnesi, en þjóðminjavörður — og þó einkum Hörður Ágústsson fyrir meðal- göngu hans — hafði hönd í bagga með viðgerðinni, þótt hún væri annars alveg á vegum safnaðarins. Kostaði safnið vinnu Harðar í þessu sambandi. Viðgerðin þykir hafa tekizt vel, og er nú þessari gömlu kirkju borgið. Um Krýsuvíkurkirkju er þess að geta, að Sumarbúðir þjó'ðkirkj- unnar höfðu nokkur afnot af henni í sambandi við starfsemi sína,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.