Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Side 125

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Side 125
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1967 129 safn fyrir allar byg'gðirnar við Húnaflóa. Eins og víðast hvar í öðrum byggðarlögum hafði verið unnið undirbúningsstarf að stofnun byggð- arsafns eða byggðarsafna í öllum sýslunum þremur, sem að Húna- flóa liggja, og allmikið dregið saman af safngripum, en ekkert var endanlega ákve'ðið um safnbyggingar eða staðsetningu þeirra. Þegar fram kom hugmyndin um eitt safn fyrir allt þetta landssvæði, var ég henni þegar í stað fylgjandi, því að það er sannfæring mín, að byggðasöfn eigi frekar að vera færri og stærri en fleiri og smærri. Með því móti hafa þau meira bolmagn og allt vænlegra að þau geti orðið myndarlegar stofnanir, enda liggur þetta í rauninni í augum uppi, en af því leiðir þó að sjálfsögðu það, að fleiri byggðarlög verða að sætta sig við að vita safn sitt í nokkru meiri fjarlægð en vera mundi, ef söfn væru mörg og smá. En hér fór svo, að sýslunefndir sýslnanna þriggja samþykktu að vinna saman að einu safni hér á Reykjum í tengslum við Ófeigsskálann, og var fljótlega hafizt handa um byggingu þessa húss, sem við erum nú stödd í. Þegar svo var komið, þótti okkur Þjóðminjasafnsmönnum rétt að bíða með að ganga frá Ófeigsskálanum til sýningar, þangað til byggðasafnið væri einnig tilbúið. Og nú er sá dagur runninn, að fært þykir, að þetta safn taki til starfa og bætist í þann hóp landsbyggðarsafna, sem þegar hafa verið opnuð til sýningar. Það vill brenna við, að byggðasöfn verða hvert öðru lík, enda gefur það að skilja, þar sem þau eiga öll að sýna hina íslenzku alþýðumenningu, sem var í stórum dráttum ein og söm um allt landið. Ef vel er að gáð, eru þó nokkur tilbrigði eftir landshlut- um, og varla mun það byggðasafn vera, að ekki skari á einhvern sérstakan hátt éða á tilteknu sviði fram úr öðrum. Þetta safn er til- tölulega stórt í sniðum meðal þeirra byggðasafna, sem enn eru komin á laggirnar. Kemur þar til, að það hefur stórt landssvæði að bakhjarli. þó að ég viti ekki með vissu, hversu margir safnhlutirnir eru. En þeir skipta væntanlega nokkrum þúsundum. Þá er og hitt, að þetta safn býr við stærri húsakynni en nokkurt annað byggðasafn. þar sem er þessi stóri skáli. Hann er það stór í sniðum, að hann bauð upp á, að í honum væru hafðir stórir hlutir, jafnvel heil hús. Þess vegna átti ég nokkurn hlut áð því máli, að inn í hann væru færð hús þau, sem hér getur að líta, en þar urðu fyrir vali baðstofa frá Syðsta- hvammi í Vestur-Húnavatnssýslu, byggð árið 1873, og stofa frá Svínavatni í Austur-Húnavatnssýslu. Það er í verkahring Þjóðminja- safnsins að reyna að varðveita nokkur sýnishorn gamalla íslenzkra húsa, enda tókust starfsmenn þess á hendur að taka ofan þessi hús 9
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.