Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Page 29
ÚR BYGGINGARSÖGU DÓMKIRKJUNNAR í REYKJAVÍK
33
ingarstjórnarinnar fól Boye Magens, konunglegur byggingarstjóri,
Andreas Kirkerup hirðtimburmeistara verkið. Þessi ráðstöfun kemur
nokkuð á óvart því að fram að þessu höfðu húsameistarar hirðarinnar
teiknað hús konungs á íslandi. Þannig var það Eigtved sem teiknaði
landfógetahúsið í Viðey, Thurah tciknaði dómkirkjuna á Hólum, Fortl-
ing teiknaði amtmannssetrið á Bessastöðum og Anthon kirkjuna í Vest-
mannaeyjum. Ástæðan til þess að nú var fallið frá þessari hefð var sú
að hin konunglega byggingarstjórn var endurskipulögð árið 1782.7 Hin
konunglega byggingarnefnd var lögð niður og rentukammerinu falin
stjórn byggingarmála. Eftir breytinguna voru húsameistarar hirðarinnar
ckki lengur meðlimir stjórnarráðsins og réðu því ekki jafn miklu um
gang byggingarmála og áður. Hér eftir var þeim aðeins falið að annast
þær byggingar sem rentukammerið taldi mikilvægar. Ef þessi breyting
hefði ekki átt sér stað hefði Harsdorff, sem tvímælalaust var mesti arki-
tekt síns tíma, líklega teiknað dómkirkjuna í Reykjavík. Kirkerup hefur
líklega verið falið að teikna dómkirkjuna því hann var timburmeistari
hirðarinnar og til að byrja með var það ætlunin að kirkjan yrði gerð úr
timbri samkvæmt íslenskri hefð. (Ekki er laust við að manni detti í hug
hvort nafn mannsins hafi ekki verið næg ástæða til að fela honum
teiknivinnuna!!! Innskot þýðanda.)
Teikningar Kirkerups og kostnaðaráætlun var tilbúin 17. febrúar
1786.H í áætluninni segir hann að teikningarnar séu af kirkju sem byggð
sé „á hefðbundinn íslenskan máta úr bjálkum eða stokkum". Þarna er
hann á villigötum því að þcss háttar timburhús sem gerð voru úr
heilum láréttum trjábolum voru alls ekki venjuleg á íslandi. (Nokkur af
pakkhúsum og íbúðarhúsum einokunarverslunarinnar voru þó gerð á
svipaðan hátt.) Bjálkahús voru algeng í hinum skógiklæddu héruðum
Noregs og Svíþjóðar en ekki á nöktu íslandi. Erfiðleikar landsmanna
voru öldum saman m.a. fólgnir í því að afla timburs til húsasmíða. Allt
timbur varð að flytja til landsins með miklum erfiðismunum og kostn-
aði. Flest hús og einnig kirkjur voru því gerðar að mestu úr torfi og
timbur sparað eftir mætti. Fá hús voru eingöngu úr timbri og þá voru
þau venjulega gerð sem grindarhús og borðaklædd að utan eða grindin
fyllt með lóðréttum plönkum (stafverk). Slík byggingaraðferð var
miklu hagkvæmari en bjálkahús m.a. vegna þess að hægt var að nota
ýmiss konar timbur til smíðinnar og auðveldara var að endurnýja bygg-
ingarhluta sem skemmdust af fúa en að því hlaut fyrr eða síðar að koma
vegna hins raka loftslags á íslandi. En Kirkerup vissi ekki betur, - hann
hafði aldrei til íslands komið og kom þangað aldrei, — ckkert frekar en
Eigtved, Thurah eða hinir húsameistarar hirðarinnar.
3