Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Page 42
62
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
hans í fleiru en fullnægingu líkamlegra þarfa, og getur m.a. haft áhrit
á andlega líðan manna. Ekki síst á þctta við um afskipta cða einangraða
einstaklinga og hópa, t.d. fanga eða gamalmenni á stofnunum, þar sem
lífið snýst mikið til um að éta og sofa. Á þann hátt má segja að máltíðin
brjóti upp hvcrsdagsleikann og skapi ljósan punkt í tilverunni. Margt at
þessu gildir líka um sjómennsku og gerir kokkinn óhjákvæmilcga að
mikilvægri persónu. Samkvæmt upplýsingum heimildarmanna mótað-
ist viðhorfið til hans fyrst og fremst af hæfni við matargerðina. Þrifn-
aður var ckki síður mikilvægur kostur og þcir sem voru sóðalegir eða
kærulausir gátu orðið fyrir aðkasti:
Það var á skútunni Björgvin, að um borð var kokkurinn fádæma
sóði og var hann kærður fyrir skipstjóranum, Friðriki Ólafssyni.
Friðrik svaraði: „Þið megið hrista hann, cn þið megið ekki berja
hann.“ Karlarnir ruku til og hristu karlinn duglcga, en engum datt
í hug að bcrja hann, cnda fylgdist skipstjórinn með að það yrði ckki
gert.61
Kokkur sem hugsaði vcl um starf sitt og bar fram matinn á réttum
tíma var mikils mctinn. Enda höfðu menn takmarkaðan tíma til borð-
halds og þurftu að fylgja vöktum. Gat pcrsónulciki og lundarfar hans
haft áhrif á andrúmsloftið um borð og ekki aðeins við máltíðirnar. Sér-
staklega voru skapgóðir kokkar vinsælir og áttu þeir sinn þátt í að auka
velsæld manna á sjónum. Á sama hátt hafði lélegur kokkur gagnstæð
áhrif á lífið um borð.
Áður hafa komið fram nokkur óánægjuatriði varðandi fæði og elda-
mennsku, en mesta gremjan braust hins vegar fram í sambandi við fisk-
máltíðirnar. Venjulega skiptust kojulagsar á um að sjá hvor öðrum fyrir
soðningu. þ.e. sá sem var á vakt lagði til fiskinn. Ymist fóru menn mcð
fiskinn niður í lúkar, eða kokkurinn sótti hann upp á dckk. Stýrimað-
urinn útvegaði oft soðningu handa skipstjóranum, annað hvort frá
sjálfum sér cða einhverjum háscta. Þegar komið var að því að færa
uppúr varð kokkurinn að greina í sundur hvern cinasta bita og afhcnda
réttum eiganda. Þetta var vitanlega mjög erfitt hlutvcrk, einkum á
skipum með fjölmenna áhöfn, og misheppnaðist stundum. Þóttust
suntir gjalda afhroð og varð af úlfúð og metingur. Fiskúthlutunin, sem
beinlínis var afsprcngi skömmtunarfyrirkomulagsins, varð þannig
61. ÞÞ 5213: 4.5.