Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Blaðsíða 46
66
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
fontunum sér til skemmtunar og var sá sem heill slapp geymdur til
næsta úthalds.73
Borðbúnaðinum var oft komið fyrir í lúkarsbekknum (hjá matar-
skammtinum), en algengara mun þó hafa verið að láta kokkinn geynra
hann í skáp við kabyssuna. í lok skútualdar, eða a.m.k. eftir 1920, virð-
ist notkun hnífa, gaffla og diska hafa farið í vöxt. Sama er að segja um
eiginlegar drykkjarkönnur (með handfangi). Ennfremur varð algengara
að útgerðin legði til allan borðbúnað, en að vísu var nokkur munur á
eftir fyrirtækjum.
Ymis atriði í sambandi við máltíðirnar geta varpað ljósi á ákveðnar
staðreyndir um samfélagið á fiskiskútunum. M.a. er hægt að sýna fram
á stéttaskiptingu, eða fráveru hennar, eftir því hvað borðað var og hvar.
Þannig snæddu skipstjóri og stýrimaður í káetunni, en undirmenn í
lúkar eins og áður greinir. Var það ein af skyldum kokksins að bera mat
og kaffi í vistarvcrur yfirmanna. Þessi svæðaskipting var jafnframt
félagsleg aðgreining og staðfesti hærri stöðu káetubúa. (Þar bjuggu oft-
ast að auki einn til tveir hásetar). Sams konar sundurgreining tíðkaðist
einnig á erlendum seglskipum, nr.a. skandinavískum flutningaskipum
og færeyskum skútum (áður en þær fengu vél).7'4 Stéttaskiptingin spcgl-
aðist einnig að nokkru leyti í notkun borðbúnaðar. Á hinn bóginn var
yfirleitt ekki munur á fæði skipverja, nema hvað yfirmenn stóðu að
öllum líkindum utan við skömmtunarkerfið og höfðu því nokkuð
rýmri kost en aðrir um borð. Aðcins einn heimildarmaður getur um, að
stundum hafi rauðspretta sérstaklcga verið steikt handa skipstjóranum,
scm þar að auki fékk smjör. Vcrt er að bcnda á, að kokkurinn var
bróðir viðkomandi skipstjóra, sem kann að hafa haft vissa þýðingu.75 Á
öðrum stað segir, að skipstjóri hafi fengið kakó við og við.7<'
5.4 Kjötdagar
Fjöldi kjötdaga virðist hafa vcrið nokkuð mismunandi eftir útgerð-
um. Þannig segjast sumir heimildarmenn hafa fcngið kjöt einu sinni í
viku og ncfna flestir sunnudaga eða miðvikudaga. Aðrir telja þetta hafi
verið tvisvar í viku, á sunnudögum og miðvikudögum, eða þriðjudög-
um og föstudögum. Þriðji hópurinn kveður kjötsúpu hafa vcrið eldaða
73. ÞÞ 5304: 7.2.
74. Wcibust 1976: 77, 92, 276; Joenscn 1975: 154.
75. ÞÞ 5772: 7.5.
76. ÞÞ 5444: 7.