Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Blaðsíða 60
80
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Eilífur grjónagrautur,
grautúldið sauðaket.
Fæst ekki fiskur blautur,
fúið skonrok ég ét.
Myglaðan merg úr svínum,
mér gefur Árni við.
Glottir að gerðum sínum,
göfuga prúðmennið.
Eitthvað tálmar cðlið gott,
innst í hjartaleynum.
Á hann Hjálmar upp á spott,
otar hryggjarbeinum.
9. Afengi
Á 17. öld er fyrst getið um úthlutun brennivíns til sjós en hún kann
þó að vera töluvcrt cldri, þar sem það var fundið upp á miðöldum.
Lengi var skammturinn einn snafs þrisvar á dag. Brennivínsúthlutun á
dönskum flutningaskipum var hætt um 1890, og mátti eftir það aðeins
eiga sér stað undir sérstökum kringumstæðum. Á íslensku fiski-
skútunum var brcnnivín aðeins vcitt þegar skipstjóra fannst ástæða til,
s.s. ef vinna var ströng og veður vond. Var til í dæminu að hann gæfi
mannskapnum í staupinu meðan á aðgerð stóð. " Á 19. öld mun brenni-
vínsskömmtun hafa þekkst á seglskipum frá Hafnarfirði, og er talað um
eina flösku á mann í hvcrri vciðiferð. Ennfremur ciga hásctar á
dönskum vcrslunarskipum, sem stunduðu handfæraveiðar við Island á
sumrin, að hafa fengið einn snafs við aðgerðina ef afli var mikill.
130. ÞÞ 5787: 7.5 (viðauki heimildarmanns). Hjá sumum cr síðasta ljóðlínan í seinni vís-
unni „grábölvað þrælmennið", sbr. ÞÞ 5434: 7. „Myglaðan mcrg úr svínum": Hcr
er átt við smjörlíki, scm gckk undir ýmsum uppnefnum. Árni þcssi mun vera Árni
Jónsson, vcrslunarstjóri á ísafirði.
131. ÞÞ 5787: 7.5. Hcr mun vera átt við eiganda skipsins, Hjálmar Sigurðsson, kaupmann
í Stykkishólmi.
132. Henningsen 1977: 41-44.
133. Matthías Þórðarson 1946: 130. Sbr. einnig Sigurð Skúlason 1933: 564.
134. Sigurður Skúlason 1933: 338. Á fiskiskútum frá Shctlandscyjum voru mcnn hrcsstir
á s.k. coffec-royal, scm var blanda af kaffi og koníaki (brandy) (Halcrow 1950: 101-
102).