Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Side 61

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Side 61
SUNNUDAGUR í LANDI, SÆTSÚPA TIL SJÓS 81 Ekki er ástæða til að ætla, að áfengisncysla um borð hafi verið almenn á þessum árum, ncma e.t.v. í einhverjum mæli á hákarlaskútum. Samkvæmt upplýsingum heimildarmanna var afar sjaldgæft að áfengi væri haft um hönd í túrum. Gat helst verið um slíkt að ræða á útleið. Þó kom fyrir að einhverjir fengju sér neðan í því við önnur tækifæri, en aðeins í undantekningartilfellum. Á hinn bóginn var algengt að menn helltu í sig í landi þegar tækifæri gafst til, sérstaklega í Reykjavík. Héldu síðan nokkrir áfram drykkjunni á útsiglingu. Aldrei munu þeir samt hafa verið ölvaðir við veiðarnar. Yfirleitt var brennivín illa séð um borð og fáir sem tóku með sér flösku. Höfðu sumir það til að hressa sig og félaga sína á í vosbúð.135 Aðrir áttu það til að fá sér bragð á innsigl- ingu.136 Stundum reyndu menn að ná sér í dropa þegar stoppað var í einhverri höfn. Áfengi var selt í almennum búðum en þar að auki þekktust sérversl- anir með vín í Reykjavík. Skútukallar sóttu mikið til Benedikts Þórar- inssonar kaupmanns á Laugaveginum og í s.k. Svínastíu, en þar var staupasala.137 Fannst mörgum gott að fá sér neðan í því og gerðu sumir það allhrcssilega. Gat þá skeð, að einhverjir þyrftu á aðstoð að halda til að komast um borð á tilsettum tíma.138 Einnig mun hafa komið fyrir, að fá varð menn úr landi til að létta og setja upp segl, svo halda mætti á vciðar á ný. Munu slíkir atburðir ósjaldan hafa átt sér stað í Reykja- vík. Jafnvel var til í dærninu, að áhöfnin væri meira og minna óvinnu- fær fyrstu tvo dagana cftir landvist.139 Drykkjuskapur viðgekkst einnig meðal yfirmanna og ekki óþekkt að þeir kæmu mjög drukknir um borð. Árið 1915 gckk í gildi algert áfengisbann á íslandi, en innflutningur hafði verið stöðvaður þremur árum áður. Banninu var að nokkru aflétt 1922, með innflutningi spánarvína, og að fullu 1935.14(1 Að vísu „lak“ alltaf eitthvað, bæði larnli og læknabrennivín, sem fékkst í 200 ml skömmtum gegn lyfseðli.141 Að sjálfsögðu minnkaði áfengisneysla 135. Sbr. Brim og boðar: 88. 136. Sbr. Vilhjálm S. Vilhjálmsson 1952: 126. 137. Sbr. t.d. Vilhjálm S. Vilhjálmsson 1964: 189; sami 1956: 214. Aldrei máttu skútu- kallar drekka á Hótel ísland, til þcss voru þeir hvorki nógu fínir né vcl klæddir. Stundum kom fyrir að drukknir sjómcnn féllu nrilli skips og bryggju. 138. ÞÞ 5434: 8. 139. Ingólfur Kristjánsson 1959: 70-71; Vilhjálmur S. Vilhjálmsson 1956: 76-77. Víða er gctið um drykkjuskap skútukalla, cn ekki verður það tíundað nánar hcr. 140. Agnar Kl. Jónsson 1969: 530-531, 658. 141. ÞÞ 5189: 8.1, 5437: 8. 6
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.