Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Blaðsíða 61
SUNNUDAGUR í LANDI, SÆTSÚPA TIL SJÓS
81
Ekki er ástæða til að ætla, að áfengisncysla um borð hafi verið almenn
á þessum árum, ncma e.t.v. í einhverjum mæli á hákarlaskútum.
Samkvæmt upplýsingum heimildarmanna var afar sjaldgæft að áfengi
væri haft um hönd í túrum. Gat helst verið um slíkt að ræða á útleið.
Þó kom fyrir að einhverjir fengju sér neðan í því við önnur tækifæri,
en aðeins í undantekningartilfellum. Á hinn bóginn var algengt að
menn helltu í sig í landi þegar tækifæri gafst til, sérstaklega í Reykjavík.
Héldu síðan nokkrir áfram drykkjunni á útsiglingu. Aldrei munu þeir
samt hafa verið ölvaðir við veiðarnar. Yfirleitt var brennivín illa séð um
borð og fáir sem tóku með sér flösku. Höfðu sumir það til að hressa sig
og félaga sína á í vosbúð.135 Aðrir áttu það til að fá sér bragð á innsigl-
ingu.136 Stundum reyndu menn að ná sér í dropa þegar stoppað var í
einhverri höfn.
Áfengi var selt í almennum búðum en þar að auki þekktust sérversl-
anir með vín í Reykjavík. Skútukallar sóttu mikið til Benedikts Þórar-
inssonar kaupmanns á Laugaveginum og í s.k. Svínastíu, en þar var
staupasala.137 Fannst mörgum gott að fá sér neðan í því og gerðu sumir
það allhrcssilega. Gat þá skeð, að einhverjir þyrftu á aðstoð að halda til
að komast um borð á tilsettum tíma.138 Einnig mun hafa komið fyrir,
að fá varð menn úr landi til að létta og setja upp segl, svo halda mætti
á vciðar á ný. Munu slíkir atburðir ósjaldan hafa átt sér stað í Reykja-
vík. Jafnvel var til í dærninu, að áhöfnin væri meira og minna óvinnu-
fær fyrstu tvo dagana cftir landvist.139 Drykkjuskapur viðgekkst einnig
meðal yfirmanna og ekki óþekkt að þeir kæmu mjög drukknir um
borð.
Árið 1915 gckk í gildi algert áfengisbann á íslandi, en innflutningur
hafði verið stöðvaður þremur árum áður. Banninu var að nokkru aflétt
1922, með innflutningi spánarvína, og að fullu 1935.14(1 Að vísu „lak“
alltaf eitthvað, bæði larnli og læknabrennivín, sem fékkst í 200 ml
skömmtum gegn lyfseðli.141 Að sjálfsögðu minnkaði áfengisneysla
135. Sbr. Brim og boðar: 88.
136. Sbr. Vilhjálm S. Vilhjálmsson 1952: 126.
137. Sbr. t.d. Vilhjálm S. Vilhjálmsson 1964: 189; sami 1956: 214. Aldrei máttu skútu-
kallar drekka á Hótel ísland, til þcss voru þeir hvorki nógu fínir né vcl klæddir.
Stundum kom fyrir að drukknir sjómcnn féllu nrilli skips og bryggju.
138. ÞÞ 5434: 8.
139. Ingólfur Kristjánsson 1959: 70-71; Vilhjálmur S. Vilhjálmsson 1956: 76-77. Víða er
gctið um drykkjuskap skútukalla, cn ekki verður það tíundað nánar hcr.
140. Agnar Kl. Jónsson 1969: 530-531, 658.
141. ÞÞ 5189: 8.1, 5437: 8.
6