Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Síða 63
SUNNUDAGUR í LANDl, SÆTSÚPA TIL SJÓS
83
vindlar sáust sjaldan. Mcst var ncyslan hjá þcim fullorðnu, en ófáir
byrjuðu á skútu um 14 ára gamlir og hófu margir þá tóbaksnotkun. Ein
helsta ástæðan mun hafa verið sú, að það var talið hressandi jafnt
snemma að morgni sem á næturvakt. Þó gátu aðrar og ekki síður mikil-
vægar orsakir legið að baki, t.d. að inaður væri álitinn cinskis nýtur,
eða ekki reglulegur sjómaður, nema brúka einhvers konar tóbak.14:i
Svipað gat einnig átt sér stað í sambandi við brennivín.146 Má segja að
hcr hafi verið um cins konar manndómspróf að ræða, eða rites du pas-
sage, sem viðvaningar urðu að ganga í gegnum til að fá inngöngu í
karlmannasamfélagið um borð. Sumir telja að pípureykingar hafi verið
almennari hjá þeim yngri uni borð, en aðrir að þær hafi aðeins komið
fyrir cftir mat, áður en farið var í koju, eða þegar tími gafst til frá skak-
inu. Þá segja tveir heimildarmenn, að það hafi helst verið yfirmenn scm
notuðu sígarettur og vindla.147 Af öllum sólarmcrkjum að dæma var
neftóbak skorið um borð og haft til þess tóbaksjárn og —fjöl.
Meðal erlendra sjómanna var lengi álitið að tóbak hefði ákveðinn
lækningamátt, en svipaðar lmgmyndir fyrirfundust einnig á Islandi.
Þannig kcmur t.d. fram í heimild frá 18. öld, að sjómenn megi alls ekki
án þess vera, því það bæði vermi og sé gott fyrir heilsuna.148 Annað
dæmi er frá árabátum um aldamótin 1900, en á þeim var tóbak talið
gott við munnherkjum.149 Þá notuðu skútukallar það m.a. gegn sjó-
veiki. Yfirleitt virðist tóbak hafa haft mikilvægu hlutverki að gegna á
sjó og ósjaldan haft jákvæð áhrif á lífsþrótt og vellíðan ntanna. Vcrið
huggari og hjálparhella á margvíslegan hátt, m.a. í kulda og
stormum.150
Þakkir
Ég þakka Halldóru Ásgeirsdóttur fyrir ljósmyndun, Lúðvík Krist-
jánssyni, Sigurgeir Jónassyni, og Magnúsi Guðbjartssyni fyrir birting-
arleyfi á ljósmyndum. Ennfremur þakkir til Baldvins Jónssonar, Júlíusar
Georgssonar, Valgerðar Sigurðardóttur, og síðast en ekki síst heimild-
armanna.
145. ÞÞ 5702: 8.2, 5731: 8.2.
146. ÞÞ 5443: 8.
147. ÞÞ 5444: 8, 6614: 8.2.
148. Jón J. Aðils 1919: 469.
149. Jóhann Bárðarson 1940: 63.
150. Sbr. Henningsen 1978: 150.