Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Side 75

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Side 75
KUML OG BEINAFUNDUR A AUSTURLANDI 95 bæjarlækinn. Árið 1554 var klaustrið að Skriðu aflagt og varð Vað þá þjóðjörð, en bændaeign aftur frá 1908. í sóknarlýsingu frá 1840 segir um Vað: „hefur töðufall gott eftir dýrlcika og engjar og útigang til hlýtar. Smá skógur er þar óx áður í landinu er nú gjöreyddur". Pess má geta að lokum, að ýmsar Qölfarnar leiðir liafa legið um Skriðdal til forna sem og á seinni tímum. Leiðir lágu um dalinn endi- langan áfram til Breiðdals og Berufjarðar. Talið er, að kaupstaður hafi verið á Kollaleiru í Reyðarfirði fyrir einokunartíma. Þá er ekki óhugs- andi, að farið hafi verið fyrir ofan tún á Vaði, niður að vaðinu á ánni og áfram í átt til Þórdalsheiðar frá efstu bæjum á Völlum og jafnvel úr Fljótsdal. Beinafundur á Hallfreðarstöðum í Tungu Sumarið 1987 fundust mannabein á Hallfreðarstöðum í Tungu, Norður-Múlasýslu, er unnið var við lóð nýbyggðs íbúðarhúss. Húsið stendur um 150—200 metra frá eldri bæjarhúsum þar sem talið er að bærinn hafi jafnan staðið áður. Austan við nýja húsið var jafnaður hóll, um 30 metrar í ummál og 1—1,5 metrar á þykkt. Margir hólkollar eru þar í grcnnd og þessi skar sig ekki úr. Heimamenn töldu þó að óvenju mikill moldarjarðvegur hefði verið þarna og væri yfirlcitt styttra ofan á möl annarsstaðar. Eftir að búið var að slétta úr hólnum tóku menn eftir beinum á víð og dreif í rótinu eftir jarðýtuna. Beinin voru tínd saman og lögð þar sem talið var hugsanlegt að þau hefðu getað komið upp, sem var um 4 metra frá miðjum húsgaflinum, eða u.þ.b. þar sem hóllinn hafði verið þykkastur. Þarna fundust ncðri kjálki, tveir lærleggir, handleggsbein og hnútur úr manni, og nokkrar flögur úr höfuðkúpu á víð og dreif í moldinni í kring. Þá var meðal beinanna kjálki úr hesti. Engin önnur ummerki voru sjáanleg. Má vera, að maður og hestur hafi verið grafnir saman í hólnum. Það er þó ekki liægt að fullyrða. Þess má geta, að í öðrum hól fundust hest- hausar grafnir einir sér og hefur það tíðkast, eftir því sem til féllu, a.m.k. í seinni tíð, að sögn heimamanna. Nokkrum dögum síðar var enn unnið við lóðina með jarðýtu. Kom þá upp höfuðkúpa af manni rétt við húsvegginn og brotnaði hún undan ýtunni. Við rannsókn fannst heil beinagrind. Hún lá um 1 metra frá húsinu, nálægt norðausturhorni þess. Á þessum stað var hóllinn farinn að lækka og hefur gröfin verið tekin í aflíðandi halla hans. Þótt hóllinn væri nú farinn, mundi bóndinn, Elís Eiríksson, að þarna hafði verið flái
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.