Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Qupperneq 75
KUML OG BEINAFUNDUR A AUSTURLANDI
95
bæjarlækinn. Árið 1554 var klaustrið að Skriðu aflagt og varð Vað þá
þjóðjörð, en bændaeign aftur frá 1908. í sóknarlýsingu frá 1840 segir
um Vað: „hefur töðufall gott eftir dýrlcika og engjar og útigang til
hlýtar. Smá skógur er þar óx áður í landinu er nú gjöreyddur".
Pess má geta að lokum, að ýmsar Qölfarnar leiðir liafa legið um
Skriðdal til forna sem og á seinni tímum. Leiðir lágu um dalinn endi-
langan áfram til Breiðdals og Berufjarðar. Talið er, að kaupstaður hafi
verið á Kollaleiru í Reyðarfirði fyrir einokunartíma. Þá er ekki óhugs-
andi, að farið hafi verið fyrir ofan tún á Vaði, niður að vaðinu á ánni
og áfram í átt til Þórdalsheiðar frá efstu bæjum á Völlum og jafnvel úr
Fljótsdal.
Beinafundur á Hallfreðarstöðum í Tungu
Sumarið 1987 fundust mannabein á Hallfreðarstöðum í Tungu,
Norður-Múlasýslu, er unnið var við lóð nýbyggðs íbúðarhúss. Húsið
stendur um 150—200 metra frá eldri bæjarhúsum þar sem talið er að
bærinn hafi jafnan staðið áður. Austan við nýja húsið var jafnaður hóll,
um 30 metrar í ummál og 1—1,5 metrar á þykkt. Margir hólkollar eru
þar í grcnnd og þessi skar sig ekki úr. Heimamenn töldu þó að óvenju
mikill moldarjarðvegur hefði verið þarna og væri yfirlcitt styttra ofan á
möl annarsstaðar.
Eftir að búið var að slétta úr hólnum tóku menn eftir beinum á víð
og dreif í rótinu eftir jarðýtuna. Beinin voru tínd saman og lögð þar
sem talið var hugsanlegt að þau hefðu getað komið upp, sem var um
4 metra frá miðjum húsgaflinum, eða u.þ.b. þar sem hóllinn hafði verið
þykkastur.
Þarna fundust ncðri kjálki, tveir lærleggir, handleggsbein og hnútur
úr manni, og nokkrar flögur úr höfuðkúpu á víð og dreif í moldinni í
kring. Þá var meðal beinanna kjálki úr hesti. Engin önnur ummerki
voru sjáanleg.
Má vera, að maður og hestur hafi verið grafnir saman í hólnum. Það
er þó ekki liægt að fullyrða. Þess má geta, að í öðrum hól fundust hest-
hausar grafnir einir sér og hefur það tíðkast, eftir því sem til féllu,
a.m.k. í seinni tíð, að sögn heimamanna.
Nokkrum dögum síðar var enn unnið við lóðina með jarðýtu. Kom
þá upp höfuðkúpa af manni rétt við húsvegginn og brotnaði hún undan
ýtunni. Við rannsókn fannst heil beinagrind. Hún lá um 1 metra frá
húsinu, nálægt norðausturhorni þess. Á þessum stað var hóllinn farinn
að lækka og hefur gröfin verið tekin í aflíðandi halla hans. Þótt hóllinn
væri nú farinn, mundi bóndinn, Elís Eiríksson, að þarna hafði verið flái