Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Side 90
110
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
hvernig á því stendur, að hún hefur verið lögð niður, en vera kann, að
hún hafi skemmst af völdum jarðskjálfta. í nyrstu leiðslunni streymdi
gufa frá hvernum. Engar byggingarleifar sáust við enda hennar að
vestan við rannsóknina. Hugsanlegt er, að menn hafi tjaldað þar yfir
sig, er þeir fóru til baða. Gufuleiðsla þessi er hin eina sinnar tegundar
hér á landi, sem enn hefur fundist.
Sýni sem tekin voru í Reykholti Í964
1. Skán innan úr stokknum. Skurður A.
2. Aska úr mold ofan þckju á sama stokk. Sami skurður.
3. Aska ofan af þekjusteinum stokksins, sem vatn rennur eftir að
Snorralaug. Skurður B.
4. Leir ofan af þekju gufuleiðslu. Skurður E.
5. Aska úr mold ofan þekju sönru leiðslu. Sami skurður.
Rannsókn Guðtmmdar Ólafssonar og Þorkels Grímssonar Í984
Þann 11. september 1984 var að nýju verið að grafa fyrir holræsi
(skurður G) í Reykholti, að þessu sinni fyrir nýju mötuneyti héraðs-
skólans í Reykholti, þegar hleðsluleifar uppgötvuðust í skurðinum. Var
verkið þá stöðvað og gerði sr. Geir Waage, sóknarprestur í Reykholti,
þjóðminjaverði viðvart um fundinn. Fóru fornleifafræðingarnir Þorkell
Grímsson og Guðmundur Ólafsson þegar daginn eftir á staðinn og
könnuðu aðstæður. Fimmtán metrum sunnan við kennarabústaðinn var
búið að grafa um 25 m langan skurð, 1,2 m breiðan og allt að 3,5 m
djúpan. í vesturenda hans eru tveir niðurfallsbrunnar; þar breikkar
skurðurinn og verður allt að 6 m breiður.
Við rannsókn varð ljóst, að hinar nýfundnu hleðsluleifar voru
leifarnar af gufuleiðslunni fornu (3) sem fundist hafði nokkru austar árið
1964. Svo óheppilega vildi til að þessu sinni, að gufuleiðslan, sem þarna
var á um tveggja metra dýpi, hafði lent í suðurhlið skurðarins og eyði-
lagst næstum alveg á 14 m löngum kafla. Var skurðbakkinn nú hreins-
aður og sáust þá leifar gufuleiðslunnar greinilega. Var bersýnilegt, að
leiðslan lá næstum samsíða skurðinum, en sveigði aðeins meira til
norðurs en hann, þannig að austast í skurðinunr var gufuleiðslan að öllu
leyti innan skurðbreiddar holræsisins. Þar hafði hennar einnig orðið
vart og hafði skurðurinn því ekki verið grafinn í fulla dýpt þar á rúm-
lega 2 m löngum kafla (mynd 7).
Var hann hreinsaður og rannsakaður vandlega. Reyndist gufustokk-
urinn vera heill á um tveggja metra löngum kafla austast í skurðinum
og var teiknuð sniðmynd þar senr hann endaði. Sést þar gerla hvernig