Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Page 96

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Page 96
116 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Þurrabað Þriðja og sennilegasta skýringin, að mati höfunda þessarar greinar, er að stokkurinn hafi verið notaður til þess að veita gufu í gufubað. Svo virðist sem böð hafi verið meira stunduð hér á landi á fyrstu öldum íslandsbyggðar en síðar varð, bæði laugarböð og gufuböð. Gufubaða er víða getið í fornum heimildum. Þá er eins og áður sagði um að ræða gufu sem myndast þegar vatni er skvett á glóandi steina. Talið er að notkun gufubaða hafi minnkað stórlega á 14. öld og næstum lagst af á næstu öldum (Kulturhistorisk leksikon I, d. 388—389). Hvergi höfum við séð í heimildum að gufa hafi verið leidd í stokkum svipað því sem fannst í Reykholti. Hins vegar eru nokkur dæmi um það frá síðari öldum, að hveragufa hafi verið nýtt til gufubaða. Elsta ritaða heimild sem við þekkjum fyrir slíkri notkun jarðgufu er komin frá íslandslýsingu Odds Einarssonar (1971) frá síðari hluta 16. aldar. Hann segir þar (bls. 51-52) frá svitabaði nokkru nálægt Reykja- hlíð, sem sé algert einsdæmi, vegna þess að þar sé hægt að lauga sig í þægindum alveg vatnslaust í allsendis ófrjóum og skráþurrum sandi. Lýsing Odds á svitabaðinu er allfróðleg og fylgir hluti hennar hér á eftir: „Hér leggur upp heita gufu úr iðrum jarðar um einhvers konar glufur, æðar og neðanjarðargöng og verður af henni sandurinn á yfir- borðinu ýmist volgur eða heitur. Fyrr á tímum, er menn gáfu þessu gaum, var reistur lítill skáli á staðnum, svo að menn gætu óþvingaðir, þ.e. einslega velt sér og nuddað sig upp úr sandi þessum. Hverjir þeir sem leggjast vilja í sandinn, skilja því eftir klæði sín fyrir utan skálann, ganga naktir inn, koma sér fyrir í sandinum og ausa honum á sig allan. Við þetta verður smám saman mikið svitaútstreymi úr öllum líkam- anum svo að maðurinn vöknar eins og í mátulega tempruðu baði, en skráþurr sandurinn dregur rakann til sín. Komið getur það fyrir, að þeim, er inn fara, finnist hitinn ekki nægilegur. Til að ná æskilegum hita upp úr innri æðum jarðarinnar, nota menn þá staf eða litla spýtu og róta þannig í jarðveginunr og dreifa úr sandinum, einkum í einu horni skálans, þar sem göng nokkur koma í ljós. Af þessu umróti stígur upp gnægð af mjög léttri gufu, áþekkri þunnum reyk, sem fyllir allan skál- ann þægilegum hita og gerir það að verkum, að sandurinn loðir við svitnandi og rakan líkamann. Sandinn, ásamt óhreinindum úr líkaman- um, má síðan auðveldlega þurrka burt, og meira að segja hrynur hann af sjálfkrafa, eftir lítilsháttar kólnun. Þannig fæst í svitabaði þessu svo haganleg hreinsun allra ytri líkamshluta, að blátt áfram ekkert það, gert af mannahöndum, hreinsar líkamann betur eða hefur þægilegri áhrif á hann. Og ekki nóg með það, að menn ná hér af sér samansöfnuðum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.