Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Page 105
HELGUHÓLL Á GRUND í EYJAFIRÐI
125
legu fjalla ofan Grundar, en þar ber Kerlinguna (Grundarkerlingu) hæst,
með sína 1500 m háu tinda.
Ekki spillir, að þarna vestan og norðan við hólinn er einn af þremur
elztu skógræktarreitum landsins. Hann var stofnaður um aldamötin
1900 um sama leyti og reitirnir á Þingvöllum og við Rauðavatn. Kallast
hann Grundarreitur. Þar vex nú myndarlegur skógur af innlendum og
erlendum trjám, en mesta athygli vekja blæöspin og lindifuran, sem lík-
lega eru hvergi á landinu eins þroskalegar. Þessi sérstæði skógarlundur
er fögur og viðeigandi umgerð um hólinn, sem reyndar heitir Hclgu-
hóll, sagður kenndur við Grundar-Helgu, sem gerði garðinn frægan á
14. öld. Hún hefur orðið ímynd fyrir þúsund ára baráttu íslenzku þjóð-
arinnar gegn erlendri ásælni, en á sér líka aðra sögu, eins og fram kemur
hér á eftir, og er þó svo sögulaus, að menn vita ekki einu sinni föður-
nafn hennar. Raunar spurning hvort hún hefur nokkurn tíma verið til.
Jón Espólín sagnaritari leiðir hana fram á sjónarsviðið í Grundarbar-
daga 1361, þar sem Smiður Andrésson hirðstjóri konungs, Jón Gutt-
ormsson skráveifa o.fl. merkismenn, voru vegnir. Þótti það landhreins-
un, a.m.k. hér á Norðurlandi, og hlaut Helga frægð rnikla fyrir sinn
þátt í undirbúningi bardagans.2
Ekki eru þó allir sammála þessari sögutúlkun, telja jafnvel að líta beri
á hana sem þjóðsögu eða „þjóðlygi", eins og Benedikt fræðimaður frá
Hofteigi hcfur orðað það.3 Þó mun almennt talið, að Björn scnr
nefndur var Jórsalafari, hafi verið sonur Helgu á Grund. Segir Espólín
að hann hafi fengið jörðina eftir lát móður sinnar.
Sagnir um haugbrot og álög
í örncfnaskrá Grundar, sem Jóhannes Óli Sæmundsson hefur ritað, er
þessi klausa:
Munnmælin hafa staðhæft, að hin fornfræga Grundar-Helga sé
grafm í Helguhóli. Má því aldrei grafa í hól þcnnan, því að sam-
stundis verður Grundarkirkja þá í björtu báli.4
ftarlcgri frásögn af slíkum atburði er að finna í fornminjaskýrslu Jóns
Jónssonar hins lærða í Möðrufelli (1759-1846), dags. 23. sept. 1817, sem
er rituð á latínu, en gefin út nreð þýðingu á íslenzku, í Frásögum um
2. Árbi'kur Espólíns I, bls. 92-95.
3. Bcnedikt Gíslason frá Hpfteigi: Smiður Andrcsson og þættir.
4. Jóhannes Óli Sæmundsson: Eyfirsk örnefni.