Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Síða 105

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Síða 105
HELGUHÓLL Á GRUND í EYJAFIRÐI 125 legu fjalla ofan Grundar, en þar ber Kerlinguna (Grundarkerlingu) hæst, með sína 1500 m háu tinda. Ekki spillir, að þarna vestan og norðan við hólinn er einn af þremur elztu skógræktarreitum landsins. Hann var stofnaður um aldamötin 1900 um sama leyti og reitirnir á Þingvöllum og við Rauðavatn. Kallast hann Grundarreitur. Þar vex nú myndarlegur skógur af innlendum og erlendum trjám, en mesta athygli vekja blæöspin og lindifuran, sem lík- lega eru hvergi á landinu eins þroskalegar. Þessi sérstæði skógarlundur er fögur og viðeigandi umgerð um hólinn, sem reyndar heitir Hclgu- hóll, sagður kenndur við Grundar-Helgu, sem gerði garðinn frægan á 14. öld. Hún hefur orðið ímynd fyrir þúsund ára baráttu íslenzku þjóð- arinnar gegn erlendri ásælni, en á sér líka aðra sögu, eins og fram kemur hér á eftir, og er þó svo sögulaus, að menn vita ekki einu sinni föður- nafn hennar. Raunar spurning hvort hún hefur nokkurn tíma verið til. Jón Espólín sagnaritari leiðir hana fram á sjónarsviðið í Grundarbar- daga 1361, þar sem Smiður Andrésson hirðstjóri konungs, Jón Gutt- ormsson skráveifa o.fl. merkismenn, voru vegnir. Þótti það landhreins- un, a.m.k. hér á Norðurlandi, og hlaut Helga frægð rnikla fyrir sinn þátt í undirbúningi bardagans.2 Ekki eru þó allir sammála þessari sögutúlkun, telja jafnvel að líta beri á hana sem þjóðsögu eða „þjóðlygi", eins og Benedikt fræðimaður frá Hofteigi hcfur orðað það.3 Þó mun almennt talið, að Björn scnr nefndur var Jórsalafari, hafi verið sonur Helgu á Grund. Segir Espólín að hann hafi fengið jörðina eftir lát móður sinnar. Sagnir um haugbrot og álög í örncfnaskrá Grundar, sem Jóhannes Óli Sæmundsson hefur ritað, er þessi klausa: Munnmælin hafa staðhæft, að hin fornfræga Grundar-Helga sé grafm í Helguhóli. Má því aldrei grafa í hól þcnnan, því að sam- stundis verður Grundarkirkja þá í björtu báli.4 ftarlcgri frásögn af slíkum atburði er að finna í fornminjaskýrslu Jóns Jónssonar hins lærða í Möðrufelli (1759-1846), dags. 23. sept. 1817, sem er rituð á latínu, en gefin út nreð þýðingu á íslenzku, í Frásögum um 2. Árbi'kur Espólíns I, bls. 92-95. 3. Bcnedikt Gíslason frá Hpfteigi: Smiður Andrcsson og þættir. 4. Jóhannes Óli Sæmundsson: Eyfirsk örnefni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.