Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Page 107
HELGUHÓLL Á GRUND í EYJAFIRÐI
127
saga, og næsta reyfaraleg, minnir næstum á glæpasögur nútímans, sem
við horfúm daglega á í sjónvarpinu.
ítarlegust er þjóðsaga þessi í þættinum „Grundar-Helga, Örn og
Eyvindur" í þjóðsögum Jóns Árnasonar.9 Þátturinn er talinn handar-
verk Eggerts Ólafssonar Brím, er var prestur á Höskuldsstöðum og síð-
ast í Reykjavík (1840—1893), en hann var sonur Ólafs Briems trésnriðs
og skálds á Grund og konu hans, Dómhildar Þorsteinsdóttur frá Stokka-
hlöðum. Hann er því að líkindum alinn upp á Grund, og hefur þar
kynnzt þeim munnmælasögum sein hann skráði í þættinum.
Samkvæmt þessum sögnum, átti Grundar-Helga bræður tvo, þá Örn
í Öxnafelli og Eyvind á Eyvindarstöðum (Sölvadal), en sumir segja að
Kollur á Æsustöðum væri bróðir hennar en ekki Örn.
Þessi systkin voru uppi í Svartadauða eða þar á eftir (um 1400). Til
eru ýmsar sagnir um það, hvernig Helga bjargaðist úr pestinni, en þá
er sagt að hún flytti með allt sitt fólk inn í óbyggðir fram af Eyjafirði.10
Hafa menn víst talið, að hún hafi hafzt við á jarðhitasvæðinu við Lauga-
fell, en þar er einnig sagt að Þórunn, dóttir Jóns Arasonar biskups, hafi
dvalið, og er það staðfest með örnefnum. Þessum tveimur kven-
skörungum var oft ruglað saman, því báðar bjuggu á Grund, að vísu
með tveggja alda millibili.
Að sögn Eggerts voru þau systkin harla blendin og jafnvel hálfgerð
illmenni, nema Örn.
Helga hafði gifzt auðugum manni er Þórður hét. Þau áttu son er
sumir kalla Ásbjörn hinn fagra. Hann fór ungur utan. Helga hafði öll
ráð yfir bónda sínum. Síðan andaðist Þórður; en er Ásbjörn frá það
býr hann ferð sína út hingað og byrjaði vel.
Síðan segir frá hrakningum Ásbjarnar og komu hans til móður sinnar
á Grund.
Ásbjörn segir henni að hann er þar kominn til að heimta föðurarf
sinn. Helgu þótti illt að missa af fénu, en sá að hún myndi eigi fá
því haldið.
Helga lét því húskarla sína vega að Ásbirni og félögum hans í svefni,
en Ásbjörn vaknar og fær varizt. Hljóp hann að lokum upp á bitana í
skálanum og varðist þaðan, en var þó ofurliði borinn og drepinn.
9. Þjóðsögur Jóns Árnasonar II, bls. 114-115.
10. Sjá Þjóðsögur Jóns Árnasonar IV, bls. 139 o.v.