Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Side 109
HELGUHÓLL Á GRUND í EYJAFIRÐI
129
grein um það efni, eftir Povl Simonsen, norskan fræðimann, sem hefur
rannsakað fornar grafir í Norður-Noregi. Telur hann, að sögnin um
„stofuna" í Helguhól, geti ef til vill haft við rök að styðjast, þótt liðin
séu nálægt 400 ár frá kristnitöku íslendinga.13
Hann bendir fyrst á graflaýsi þau sem fundizt hafa við uppgröft í kon-
ungahaugunum fornu, svo sem í Jelling í Danmörku, Oseberg og Gök-
stad í Noregi, en á þeim síðarnefndu hafa verið byggð timburhús yfir
skipin, sem höfðingjarnir voru grafnir í, og síðan orpinn haugur yfir.
Þá nefnir hann dæmi um allnokkur slík „grafhýsiskuml“ frá Finn-
mörku í Noregi, sem talin eru frá því um 1000-1100, og eru að vísu
miklu smærri í sniðunum en haugahúsin, en greinilega í sama stíl og
þau, og vitna um hversu útbreiddur þessi siður var, einnig meðal
almennings. í sumum tilfellum hafa líkin verið brennd inni í grafhýsum
þessum, og húsin þá brunnið með.
Lengst hefur þessi siður haldizt hjá nokkrum samaættflokkum í Finn-
mörku og við Hvítahafið, en þeir voru sumir ekki kristnaðir fyrr en á
15. eða 16. öld. Segir Simonsen að grafliýsi úr timbri hafi tíðkazt þar
víða alft fram um síðustu aldamót, og eitt dæmi nefnir hann frá 1924 í
Austur-Karelíu (nú í Sovétríkjunum), þar sem Miron nokkur af ætt
Skolte-sama, var grafinn. Hann var að vísu lagður í kistu og grafinn um
1 m niður að kristinni venju, en ofan á gröfinni var reist lítið grafhýsi,
með sama lagi og fundizt hafa í hinum fornu kumlum og grafreitum.
Árið 1965 var þessi siðvenja einnig viðhöfð í sambandi við uppgröft
á samiskum grafreit í Pasvikdal í Norður-Noregi. Þar voru beinin, að
uppgreftri loknum, jarðsett í kirkjugarði í grenndinni, og byggt yfir
þau lítið og snoturt grafhýsi úr bjálkum og borðum.
Þessi dæmi telur höfundurinn sýna, að það sé engin fjarstæða, að
hugsa sér, að höfðingskona á borð við Grundar-Helgu hafi í rauninni
verið jarðsett í grafliýsi, sem útbúið var í Helguhól, og var jafnvel svo
rúmgott, að hún gat setið þar í stól, eins og sagan segir.
Hann verður þó að viðurkenna, að aldrei hafa nein slík grafhýsi fund-
izt hér á landi, og satt að segja finnst manni þetta nokkuð hæpinn rök-
stuðningur fyrir tilgátunni, sem er skemmtileg engu að síður, og hver
veit nema hún eigi eftir að fá einhverja staðfestingu hérlendis.
Helguhóll sem trúarstaður
Við höfum nú rakið nokkuð þær sögusagnir og tilgátur, sem fram
hafa komið í sambandi við Helguhólinn á Grund í Eyjafirði, en allar
13. Povl Simonscn: Grundar-Hclga og gravskik „að fornum sið“.
9