Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Blaðsíða 124
144
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
1200. Er þetta einstæður minjastaður og allar þessar minjar mjög merki-
legar.
Þjóðminjavörður fór ásamt Knut 0degárd forstjóra Norræna hússins
til Jórvíkur 20. september til viðræðna við forstjóra Yorkshire Muscum
og forstöðumenn York Archaeological Trust um möguleika á að fá léða
gripi frá Jórvík á sýningu um víkingatímann, sem haldin skyldi í
Þjóðminjasafni og Norræna húsinu haustið 1988. Tóku menn þar vel í
slíkt lán og er áformað, að sýningin verði frá hausti 1988 og fram á vor
1989.
Þjóðminjavörður fór ásamt Þórði Tómassyni í eftirlitsferð um Dala-
sýslu, Austur-Barðastrandarsýslu og Mýrar 4.-6. október. Var kannað
ástand friðlýstra minja, friðaðra bygginga og annarra minjastaða. Áður
hafði þjóðminjavörður farið ásamt fleirum rannsóknarferð að Kjallaks-
stöðum 2.-3. ágúst og var þar haldið áfram rannsókn legstaðar, sem
um getur í skýrslu ársins 1981. Virðist helzt, að þarna sé fornkristinn
grafreitur. Fundust þrjár beinagrindur til viðbótar þcim, sem fundust
1981 og sneru höfuð í vestur, þannig að hér virðist kominn forn kirkju-
garður, sem hvergi eru þó heimildir um skráðar. Hefur þá kirkja vænt-
anlcga verið hér í fyrstu kristni, en aðeins í skamman tíma að æ'tla má.
Safnauki
Á árinu voru færðar 136 færslur í aðfangabók safnsins, munir og
myndir, en þar eru oft margir gripir í sömu færslu og segja þær því ekki
allt um fjölgun safngripa.
Helztu gripir, sem safninu bárust, eru þessir:
Píatw, sagt úr eigu Sveinbjörns Sveinbjörnssonar tónskálds, gef. Sig-
mundur Júlíusson, R., kaffikvöm, smíðuð af sr. Sveini Níelssyni á Staða-
stað, gef. Ása Jónsdóttir Björnsson, R., drykkjarhorn íslenzkt, frá um
1600, sem norska ríkisstjórnin keypti frá Kanada og utanríkisráðhcrra
Noregs, Thorvald Stoltenberg, afhenti við komu sína í safnið hinn 24.
maí, dengingaruél, smíðuð af Hannesi Jónssyni frá Stóra-Ási, gcf.
Magnús Kolbeinsson, Stóra-Ási, akkerisklukka af gamla Gullfossi, gef.,
Ólafur Sigurðsson, Svíþjóð, brekán og annar gamall vefnaður, gef.
Ólína Magnúsdóttir á Kinnarstöðum og systur hennar.
Þá afhenti Lúðvík Kristjánsson frumgögn sín að íslenzkum sjávar-
háttum, svo sem ákveðið hafði verið þá er hann gerðist starfsmaður
safnsins.
Miklu var safnað af gömlum cldhúsáhöldum og eldhúsbúnaði vegna
eldhússýningarinnar, sem getið hefur verið, og einnig kom margt að