Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Qupperneq 139
FRÁ FORNLEIFAFÉLAGINU
AÐALFUNDUR 1987
Aðalfundur Hins íslcnzka fornleifafclags var haldinn í Fornaldarsal Þjóðminjasafnsins
og hófst kl. 20.40. Fundinn sátu um 40 manns.
Formaður félagsins Hörður Ágústsson listmálari, sctti fundinn og minntist fyrst þcirra
félagsmanna, sem látizt hafa, síðan aðalfundur var síðast haldinn. Þeir cru:
John G. Allce prófessor, Bandaríkjunum.
Arnkell Jónas Einarsson bifreiðarstjóri, Kópavogi.
Ásgcir Guðmundsson kcnnari, Kópavogi.
Ásgcir Bl. Magnússon cand. mag., Rvk.
Bjarni Vilhjálmsson fv. þjóðskjalavörður, Rvk.
Ingólfur Pálmason cand. mag., Rvk.
Selma Jónsdóttir dr. phil. forstöðumaður Listasafns íslands, Rvk.
Sigurður Guðjónsson skipstjóri, Eyrarbakka.
Sigurður Pálsson fv. vígslubiskup, Sclfossi.
Risu fundarmenn úr sætum í virðingarskyni við hina látnu.
Formaður skýrði því næst frá undirbúningi að útgáfu rits urn Skálholtsrannsóknir 1954-
58. Það mun vcrða fyrsta rit í ritröðinni Staðir og kirkjur og hcita Skálholt - fornlcifa-
rannsóknir 1954-58. Fyrra bindi, um 240 bls., er nú tilbúið til prentunar og mun það
koma út á 125 ára afmæli Þjóðminjasafnsins í fcbrúar n.k. Aðalhöfundur þessa bindis cr
dr. Kristján Eldjárn. Vísindasjóður, Þjóðhátíðarsjóður og menntamálaráðuneytið hafa
styrkt útgáfuna, cn Sverrir Kristinsson scr urn Qárhagslega hlið útgáfunnar.
Þá varpaði formaður fram þcirri hugmynd, að haldin yrði ráðstcfna um fornleifarann-
sóknir.
Gjaldkeri las þcssu næst reikninga fclagsins 1985.
Þá var gengið til stjórnarkosninga til tveggja ára. Endurkosin voru mcð þorra atkvæða
Hörður Ágústsson formaður, Þórhallur Vilmundarson skrifari, Þór Magnússon varafor-
maður, og Elsa E. Guðjónsson varagjaldkeri. Inga Lára Baldvinsdóttir skoraðist undan að
halda áfram gjaldkerastarfi, og var í hcnnar stað kosin Mjöll Snæsdóttir (áður varaskrif-
ari), cn Guðmundur Ólafsson var kosinn varaskrifari.
í fulltrúaráð voru kosnir til tveggja ára Gils Guðmundsson rithöfundur og Halldór J.
Jónsson safnvörður. Vegna fráfalls Björns Þorsteinssonar prófcssors, sem sæti átti í full-
trúaráði, var Hjörlcifur Stcfánsson arkitckt kosinn fulltrúi.
Endurskoðendur voru endurkjörnir þeir Höskuldur Jónsson og Páll Líndal.
Þcssu næst flutti Inga Lára Baldvinsdóttir erindi um ljósmyndun á Islandi 1846-1926.
Hafði fyrirlesari komið upp sýningu á ljósmyndum og ljósmyndagögnum í anddyri
safnsins.
Fundarmenn þökkuðu fyrirlesara fróðlcgt erindi með'lófataki.
Fleira gcrðist ckki. Fundi slitið kl. 22.20.