Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Side 4

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Side 4
52 í nágrenninu var ,Pilosefa‘ nokkur, og fór það orð af honum, að af honum yrði eigi fengið að þyggja mútu. £>eim (henni og bróður hennar) kom saman um að hafa hann að athlægi. Færði hún honum þvi gullinn lampa (að gjöf); þau gengu fyrir hann, og hún mælti til hans: „Eg óska að þeir vildu láta mig njóta erfðaijettar að eigum ættar vorrar“. Hann (o: Pilosefa) sagðiviðþau: „Lát hana njóta arfgengis“. Hann (Rabban Gamaliel, bróðir hennar) sagði við hann: „Vjer höfum það skrif- að (í lögmálinu): þar sem sonur er, erfir eigi dóttir“. Hann svaraði honum: „Frá þeim degi, er yður var rýmt út úr landi yðru, var Mósis lögmál brott numið, og annað lögmál gefið, og í því er skrifað: sonur og dóttir skulu jafn-arfgengu. — Daginn eptir fór Rabban Gamalíel og færði honum lybskan asna. þ>á mælti hann (Pilosefa) við þau: „Nú hefi eg gætt að bókinni betur, og þar stendur skrifað: Eg er ekki kominn til þess að taka frá Lögmáli Mósis, eigi er eg heldur kominn til þess að' baita, við lögmál Mðsis; en í því (Mósis lögmáli) er það skrifað: þar sem sonur er, erfir eigi dóttira. Hún (Imma Shalom) mælti þá við hann (með áherzlu): „Láttu ljós þitt skína eins og lampann“. Rabban Gam- alíel sagði við hana: „Asninn hefirkomið, og troðiðút (slökkt) lampann11, (o: seinni mútan varð hinni fyrri sterkari). Við þessa grein bætir Lowe þannig hljóðandi skýringu: Rabban Gamalíel yngri var sonarsonur Rabban Gamalíels eldra, er lærði Pálpostula; og það er áreiðanlega víst, að Imma Shalom var systir Rabb- an Gamalíels yngra. Rabbi Eliezer var góðum mun eldri enn þau bæði. Hann hafði sjeð musterið uppi, og hefir, á að ætla, verið maður um fertugt, er hann gekk að eiga Imma Shalom; en það var án alls efa fyrir lok fyrstu aldar. pað stendur á litlu, hvort menn lesa Pilosefa, o : Pilosoph, spekingur, eða menn lesa,

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.