Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Page 7

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Page 7
55 næus o. fl.). 4. að af tveimur tilvitnunum til þessara guðspjalla kemur önnur heim við hin löggildu guð- spjöll kristinnar kirkju. 5. að í guðspjöllin og lögmál- ið er vitnað þannig, að hvoru um sig er eignað jafnt gildi við hitt. Enn er til saga, segir Lowe, er færir líkur að því, að munnmælin um Eliezer sje sögulega áreiðanleg. í Midrash Rabbah, yfir Prjed. 1, 8., getrþess, að Rabbi Eliezer hafi verið stefnt fyrir hinn rómverska lands- höfðingja, og hafi þar verið kærður um, að honum hætti við, að hniga að trú kristinna manna. Sagan er sögð þannig: „þ>etta henti Rabbi Eliezer. Hann var tekinn og sakaður um kristni. Hermannaforinginn tók hann og fór með hann upp í rjettinn, til að hafahann dæmdan. Hann (dómarinn) sagði við Rabbi Eliezer: Er það satt, að þú, svo mikill maður sem þú ert, látir flækjast í þessa fíflsku ? Hann svaraði: dómarinn er mjer trúr og rjettlátur. Dómarinn hjelt, að þessu væri beint að sjer, þó það i raun og veru væri sagt til Guðs, og mælti: Ur því þú treystir mjer, verð eg að segja það blátt áfram, að eg hugsaði með mjer, (þegar ann- ar eins maður og þú var sakaður fyrir minum dómi um kristinn átrúnað): getur það verið, að slcólar svo lærðra manna sem Rabbi Eliezer er, skuli láta leiðast afvega af slíkum fíflaskap, eins og munnmæla-sögunni um upprisu Jesú! Dimissus es, þú ert dæmdur sýkn“. „Kirkjusöguritarar hafa opt telcið það fram, að borgaraleg yfirvöld beittu hörðu við kristna menn fyr- ir það, að vera Gyðingar á laun, en það mun varla hafa verið tekið fram fyrri, segir Lowe, að Gyðingar hafi verið dreg'nir fyrir dóm rómverskra landshöfðingja, sakaðir um kristinn átrúnað. Kristnir menn voru Róm- verjum leiðir þess vegna, að þeir kváðust lúta konungi, er hefði allsherjarvald á jörðu ; því var það, að þeir voru ávallt grunaðir um að búa yfir uppreist gegn keis-

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.