Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Page 12

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Page 12
6o við þriðju sekt með sameiningar orðinu ,auk‘ = ok, og þar stýrir það þolandanum, ,allt‘, er á eptir fer. Höfund- arnir hafa því sett það inn aptur, til þess að koma í veg fyrir allan misskilning á máli sinu. f>eir vildu láta það skiljast glöggt, að ,at þriðja uxa fjóra ok aura átta stafa þeir, ok alt (stafa þeir) eigu í vara'. það hefði verið lagamálslegra ef staðiðhefði: ,at þriðja lagi uxa fjóra ok aura átta‘ : stafa (þeir) ok alt eigu o. s. frv. En greinar merkið stendur eptir stafa í ristunni, og má varla ætla að það sje af vangá sett. — Að vjer lesum stafa en ekki staf, er heimilt, því að orðin, er eptir fara ,staf‘ á báðum stöðunum, byrja á a-i, en eng- inn sami hljóðstafur er tvítekinn í þessari ristu, og er það sýnilega af ásettu ráði gjört. — þ>ess hefði átt að vera getið fyrr, að stafa, = stafa þeir, styðst við al- genga forn-norræna málsvenju, sbr. t, a. m. Urð hétu (— hjetu þeir) eina, Völusp. 20 ; er Gullveig geirum studdu (= st. þeir) ok í höll Hárs hana brendu, s.st. 21. Heiði hana hétu (= hjetu þeir) s.st. 22, o. m. fl. í málsgreininni: ok alt eigu í ,uarB‘, er þess fyrst að geta, að stafa stjórnar þolanda eintölu: ,alt‘, en ,alt‘ stjórnar aptur eigandanum ,eigu‘. ,Stafa þeir alt eigu‘, er fullljóst. En svo kemur ,í uarR', sem er vafasamt, hvað eigi að vera að myndinnitil; en þýðingin, er vjer leggjum í orðið, virðist varla vafasöm. Eptir lestri Bugge er ,alt eigu í uarE‘ stafr (= lögákveðin sekt), ef umfram þriðja skipti er svikizt um að borga tíund. þetta ætlum vjer að geti ekki staðizt; og viljum vjer nú reyna að gjöra það ljóst, hvaða þýðingu orðtakið ,1 uarR‘ hljóti, að flestum líkum, að hafa, eptir skyn- samlegum rökum. Ekki getum vjer ætlað, að ríki biskupa og klerka hafi gengið svo hátt í Helsingja- landi, um það leyti er skrá þessi er til orðin, þ. e., að öllum líkum, á 12. öld, að þeir hefðu getað fengið það lögfest, að aleiga manns yrði fast ákveðið sektargjald,

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.