Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Page 25

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Page 25
73 f>að sem þannig opinberast sálinni, verðum vjer að hugsa oss að birtist henni eins og sýn eða vitrun þess, sem sannarlega er til, líkt og hugsjónir og við- burðir standa í lifandi myndum fyrir sálu spámannsins, þegar andinn er yfir honum. Til þessa virðist beinlínis benda frásagan um það, þegar Páll postuli varð upp- numinn í Paradís (2. Kor. 12), og frásagan um dauða Stefáns frumvotts; þessi hugmynd styrkist og af því, sem áður er á vikið, um glöggskygni þeirra manna, sem staðið hafa við hlið eilífðarinnar. Og í opinber- unum sínum hefir Jóhannes heyrt lofsöng hinna hólpnu. A vorum dögum hefir mikið verið rætt um milli- bils-ástandið sem hreinsunar-stig, og hafa menn likt því saman við klausturlíf i þessum heimi. þetta hafa menn talið sanninda-kjarnann í því, sem kennifeðurnir i Alexandríu og ýmsir aðrir hafa kennt um eldhreins- un dómsdags (Origenes contra Celsum V. 15), og í hreinsunarelds-kenningu rómversku kirkjunnar. J>ó ætla eg, að vart muni nein ritningargrein verða tilfærð þessu til sönnunar, og að minnsta kosti þykir mjer var- lega í þetta farandi, þegar ræða er um hinar hólpnu sálir. En um þetta mun eg tala síðar. J>að eitt er víst, að sál hins trúaða verður að hreinsast að fullu i Jesú bióði frá allri synd, annaðhvort á sjálfri dauða- stundinni eða í millibilsástandinu. „í þeirra munni .finnst engin lýgi; þeir eru lýtalausir“ (Jóh. opinb. 14, 5). Ritningin talar hvergi um kvalafulla eldhreinsun þeirra, sem „i drottni eru dánir“, eins og hún hvergi talar um, að þeir á ný geti fallið í synd. Hreinsunarelds-kenn- ingin nær því ekki til þeirra, þótt bæði rómv. kirkjan, Richard Rothe og Giider haldi þvi fram. Aptur á móti getum vjer sagt með fullri vissu: Kristur myndast ávallt á fullkomnari hátt i sálum hinna önduðu; i samfjelagi við hinn heilaga drottin hljóta þær með aðstoð andans að eflast stig fyrir stig og í-

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.