Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Side 27

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Side 27
75 fjer, sem á undan eruð farnir og- i drottni dánir, þjer, sem voruð sameinaðir oss í einum anda, svo sem ein sál væri: eigum vjer ekki að sjá yður aptur, og syngja með yður lofsöng honum, sem öllu stjórnar eptir sínu eilífa ráði? Opt hefir oss þótt andi yðar svifa umhverfis oss, þegar kyrrt var um oss, og þá hefir oss fundizt, að allt væri orðið eins og í gamla daga, þegar vjer sátum hver hjá öðrum augliti til aug- litis! Skyldi hann, sem elslcaði lærisveininn, er hall- aði sjer upp að brjósti hans, ekki þekkja hina heitu þrá hjartans eptir þeim, sem vjer unnum? Skyldi hann ekki hafa bænheyrt oss, og það áður en vjer biðjum? þetta er vor stöðuga von, eins og vjer fastlega trúum því, að Lazarus og Abraham hafi fundizt í fögnuði; vjer munum einnig mega hugsa hjer til þessara drott- ins orða: „Þeir munu meðtaka yður í hinar eilífu tjaldbúðir“ (Lúk. 16. 9). Allir þeir, sem heim eru farnir, hvort heldur þeir stóðu oss nær eða fjær, þekktir og óþekktir: svífa þeir ekki á landi sálnanna eins og bjartar verur, uppljóm- aðir af náðarfyllingu hans, sem þeir trúðu á? Svífa þeir ekki á vængjum eilífðarinnar ásamt sínum heilögu englum, „sem ávalt sjá auglit föðursins ?“ Er ekki eins og hver sál sjái sig sjálfa í annari sál? þekkja hinir fullsælu ekki hver annan, fyrir þann eilífðar krapt, sem allt fyllir og allt skýrir? Mæla þeir ekki hver við annan í dýrðarinnar ljósi, eins og Abraham og Lazarus? Vjer þurfum hjer ekki annað svar en það, sem drott- inn hefir gefið oss í hinni ljósu frásögu um þessa tvo menn ; í Paradís verður gleðin að vera enn meiri en í skauti Abrahams, eins og hinar tilvitnuðu ritningargrein- ar sanna, og ennfremur Hebr. 12, 22—23 og Jóh. Op- inb. 7, 9—17, sbr. 14, 1—5. 15. 2—4. 19, 1—7. Vjer sjáum hjer fyrir oss hina himnesku Jerú- salem, með söfnuði frumburðanna, með englum og full-

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.