Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Page 32

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Page 32
8o hjá oss. Hefir ekki Abraham í dauðra-ríkinu sjeð dag drottins og glaðzt, áður en Jesús stje niður (Jóh. 8, 56)? í Opinber.bók Jóh. 6, 9—11 heyrum vjer þá andvarpa yfir þvi, sem hjer fer fram; í 12. kap. 10—11 v. heyr- um vjer fagnaðaróp þeirra yfir þeim, sem voru stöð- ugir og reyndust trúir til dauðans, og fengu sigur á jörðu, um sama leyti sem Mikael og englar hans áttu sigri að hrósa á himni (sbr. 11, 16—18. 19, 1—7 og fl.). J>eir berjast jafnvel með drottni, að því er virðist (17, 14).. J>að sem í þessum vitrunum bar fyrir hinn andríka guðsmann, var annað og meira en mynd ein eða líking, og vissulega getum vjer sagt: Svo sannar- lega sem englar guðs gleðjast yfir betrun syndugs manns, gleðjast einnig hans útvöldu yfir henni. Af þessum sannleika voru hinir fyrstu kristnu gagnteknir; það kom fram í kvöldmáltíðarnautn þeirra, er þeir fram báru bænir fyrir hinum dauðu og fórnar- gáfur í þeirra nafni; umhugsunin um vitnaskarann á himnum, er horfði á baráttu kristninnar á jörðunni (Hebr. 12, 1), styrkti trú og hugrekki píslarvottanna. Skyldi hin sama hugsun ekki einnig styrkja oss í þeirri baráttu, sem vjer eigum að heyja? Hversu mikill sem munurinn er á ástandinu þar og hjer, þá á bæði sigur- kirkjan og stríðskirkjan sinn hlut { sögu guðsríkis, eins og tíminn smám saman leiðir hana í ljós, eptir sinni eðlilegu rás. Gleðin í Paradís verður að vera fullkomnari en sú „huggun“, sem Lazarus naut; en þó er hún ekki enn fullsælunnar algjörða gleði. „J>eir starfa — segir Tertullian — en starf þeirra er ekki fullkomið; þeir hugsa, þeir vilja, þeir finna til, en þeir bíða með alla framkvæmd eptir upprisu holdsins. Yjer getum hugsað oss ástand þeirra eins og mildan og endurnærandi morgunbjarma á undan drott- ins dýrðardegi: kærleilcurinn eys af uppsprettum lífsins

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.