Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Síða 33
8l
og vonin um opinberun hinnar algjörðu vegsemdar örf-
ast meira og meira. En í þessari Paradís andvarpar
skepnan þó enn og þráir opinberun Guðs barna frelsis,
þráir endurlausn líkamans (Rómv. 8, 19—23); og písl-
arvottarnir andvarpa og segja: „Drottinn, þú heilagi
og sannorði, hversu lengi eigum vjer að bíða?“ „Og
þeim var svarað, að þeir skyldu bíða við enn þá stund-
arkorn, þar til komnir væru samþjónar þeirra og bræð-
ur“, (Jóh. Opinb. 6, 9—11). fetta svar bendir til þess,
að farið sje að líða á baráttuna við Antikrist og apt-
urkoma drottins í nánd; það sýnir, að rangt sje að
hugsa sjer, að upprisa rjettlátra fari fram jafnóðum og
hver sál sje til þess þroskuð, heldur verði hún i senn
fyrir alla.
J>etta er það, sem guðsorð kunngjörir oss um á-
standið i landi allra sálna, og er það til hugsvölunar
þeim, sem enn heyja baráttuna.—Hvernig eigum vjer
þá að koma hinum einstöku atriðum, sem einatt virð-
ast vera hvert á móti öðru, saman í einaheild? Hinir
hólpnu eru ólikamlegir andar, og þó tala þeir, og syngja
Guði lof, skrýddir hvítum klæðum; tími og rúm inni-
lykja þá að sumu leyti, en ekki að sumu; þeir lifa
hver sjálfum sjer, og eru þó í samfjelagi annara út-
valdra; þeir hvílast, en starfa þó ; til þeirra heyrist lof-
gjörð og sigursöngvar, en einnig andvörp. En er ekki
einnig margt í lífi kristins manns hjer á jörðu, sem er
hvað öðru gagnstæðilegt? „Vjer erum (— segir Páll
postuli í 2. Kor. 6, 9—10 —) lítilsvirtir, en þó nafn-
kunnugir; erum nærri dauða, en sjá, vjer lifum samt;
erum hryggir, en þó jafnan glaðir; fátækir, en auðg-
um þó marga; eigum ekkert, en höfum þó allt“.
Að framförin til óforgengilegleikans verði stig fyrir
stig, er áreiðanlegt, en í hverri röð þessi stig komi
hvert á eptir öðru, um það vitum vjer ekkert, og get-
um því ekkert fullyrt um það, hvort kyrðarlífið eigi
Kirkjutíðindi fyrir ísland. II. 6