Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Side 36

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Side 36
84 upp fjallshlíðina, en hann veltur óðara niður apt- ur. Allt er hjer árangurslaust og vonarlaust; gleð- in er aðeins tóm skuggamynd, en sorgin er sannarleg kvöl. Og þessi kvöl er margfalt sárari en kvöl hins sártþjáða sjúklings, sem hinn endurnærandi svefn flýr, og sem einungis óskar sjer þess, að einhvör umbreyt- ing megi verða á þjáningum sínum, þótt þær eigi hverfi eða linist. þannig mundi hinum pfnda auðuga manni finnast það fróun, þó eigi væri meira, en að hann los- aðist við þær hugsanir, sem nú kvelja hann, og aðrar kæmu í þeirra stað, þ>á verður honum litið yfir hyl- dýpið, og hann eygir í fjarska hinn sæla Lazarus, og hann kallar sjer til hjálpar hinn auðvirðilega ölmusu- mann, sem honum fyr bauð við að snerta sínum minnsta fingri. En þótt ljómann úr unaðarstaðnum leggi yfir hyldýpið, þá fæst eigi þaðan neinn kælandi vatns- dropi. þ>á leiptrar eitt augnablik einn neisti guðlegr- ar náðar fyrir sálu hans, og hann langar til að afstýra því, að bræður hans komi einnig í kvalastaðinn. „Ef aðeins einhver framliðinna kæmi til þeirra, þá mundu þeir bæta ráð sitt“. Orðið „ef‘‘ ber þess þó vott, að vantrúin vaknar í sömu svipan, sem hann verður snort- inn af náðinni, og hann kennir Guði um. Hann ör- væntir, og jafnt hið innra sem hið ytra er allt fyrir honum aptur eintómt myrkur og kvöl. |>ví betur sem hann rannsakar fylgsni sálar sinnar, þess ljósara verður honum það, að hann hafi glatað lífi sínu. Samvizkan vaknar, ásakar og angrar: „þú áttir annars kost, þú hefðir getað snúið þjer til Guðs!“ En æ, þessi iðrun er eigi annað en hugraun og örvænting; hann finnur dóminn smjúga gegn um sálu sfna eins og tvíeggjað sverð, og ógnarmyndir rísa upp úr hyldýpinu til að skelfa hann. Hvergi er hvíld, allt er sffeld órósemi, og vonin er horfin. Og hinn unaðsæli ljómi, sem hann

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.