Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Page 42

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Page 42
90 sem er sól hins nýja himins og hinnar nýju jarðar að eilífu. Nú opinberast „það, sem auga hefir ekki sjeð, eyra ekki heyrt, og ekki hefir í nokkurs manns huga komið“. Guðslífið, allífið og líf hvers einstaklings, hið andlega og hið líkamlega: allt rennur saman í einum ljóma, með vaxandi skærleik. Hann, sem er kærleikur, sann- leiki og fegurð, rjettvísi og heilagleiki, speki og máttur, hann „er orðinn allt í öllum“. það er eins ogbar fyrir Ansgar i draumi: „Guð er í öllum, og allir eru í hon- um; hann lykur um alla að utan, hann seður alla og stjórnar öllum innan að“. Og lífið í honum er hið hljómanda orð, kærleikans sigursöngur og lofsöng- ur, sem ávallt er nýr. í>egar kristniboðendurnir komu tilNorðimbralands, kvaddi Játvin konungur stórmenni og höfðingja ríkis- ins á ráðstefnu. Stóð þá upp einn af þeim og mælti: „Við hvað á jeg að líkja lífi mannsins? Smáfugl kem- ur fljúgandi inn í höll þína, Játvin konungur, þar sem þú situr að veizlu með mönnum þínum; hjer er bjart og hlýtt, því eldurinn lýsir og vermir; en smáfuglinn kemur að utan, þar sem stormurinn hvin og þyrlar snjónum um freðna jörðina. P'uglinn flýgur inn um glugga, vermir sig skamma stund hjer inni, en flýgur síðan um annan glugga út í myrkrið og storminn, þaðan sem hann kom. þ»annig er lífið“. — J>etta var skoðun heiðingjans á lífinu, djúphugsuð en huggunar- snauð. Skoðun kristins manns fer í gagnstæða átt: Smá- fugl kemur fljúgandi frá höll hins mikla konungs; hann minnist sælustaðarins og þráir hann, en verður þó um hríð að staðnæmast hjer á jörðu, og þreyta flugið í myrkrinu gegn stormi og kafaldi; en stundum eygir hann þó í skýjarofum hinar eilífu stjörnur, er senda

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.