Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Page 60

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Page 60
X. STAÐUR MANNSINS í ALHEIMINUM, eptir Eiujcne Bersier*. Hvað er maðurinn þess, að þú minn- ist hans, og mannsins barn, að þú vitjar þess ? (Sálm. Dav. 8, 4). Efunar-spekingar eldri og- nýrri tíma hafa þrá- faldlega ásakað kristindóminn um það, að hann gjörði of mikið úr manninum og hinni sögulegu þýðingu jarðarinnar. þeir hafa spurt með orðum sálmaskálds- ins: „Hvað er maðurinn þess, að Guð skuli hugsa um hann?“ og þannig hafa þeir með mikilli ánægju lagt áherzlu á það, hversu lítilsverðir vjer sjeum. þeir hafa ekkert látið ónotað, sem oss mætti til lægingar verða; og ekkert kvikindi er svo vesalt, að þeim hafi ekki þótt vel við eiga að jafna oss saman við það. Hinir fyrstu mótstöðumenn fagnaðarboðskaparins beittu slík- um árásum með innilegustu ánægju. Celsus, t. a. m., gjörir það opt; honum ofbýður, hversu hátt heilög ritning setur manninn. Hvað hefir maðurinn sjer til ágætis (—þannig spyr hann—) fram yfir maurinn og fluguna? Oss er kennt, að vjer sjeum konungar dýr- anna; en verðum vjer ekki, eins og dýrin sjálf, dýr- unum að bráð ? Mynda ekki maurar og býflugur einnig *) Eug. Bersier er nafnkenndur sem andríkur mælskumaður, prestur í París síðan 1855, endurbættrar trúar (reformeret), svissneskur að uppruna, en hefir mestan hluta æfi sinnar dvalið í Frakklandi.

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.