Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Page 63

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Page 63
(II Barnsleg meðvitund vor beygir sig í auðmýkt fyrír Guði, og oss verður ósjálfrátt að hugleiða orð sálmsins: „Hvað er maðurinn þess, að þú minnist hans, og manns- ins barn, að þú vitjar þess?;‘ þ>að þarf engan lærðan speking til þess, að þekkja þessa sáru tilfinningu fyrir lítilleika mannsins, sem vantar svo lítið á að verða að efa eða örvæntingu. Vera má, að þeir menn. sem fáfróðastir eru og bljúg- astir í anda, þekki hana á sinn hátt hvað bezt. — J>egar vjersjáum skæða landfarsótt kippa mönnum burtu þús- undum saman, þegar vjer göngum um orustuvöll, sem þakinn er líkum, eða þegar einhverir af þessum svip- legu voða-viðburðum bera að hendi, sem einatt koma fyrir á þessum tímum, svo sem þá er eldur að óvörum læsir sig í megn sprengi-efni, og jörðin fyrri en nokk- urn varir er þakin limlestum líkömum, þá eigum vjer ervitt með að verjast beiskum tilfinningum, að verjast þeirri hugsun, að enginn megi við örlögum, eða að ekki verði feigum forðað, og vjer getum naumast trú- að því, að þessi líf, sem náttúran leikur svo grimmi- lega, hafi nokkurt gildi. Og sá, sem aldrei hefir sjeð neitt af þessu, hann þarf ekki annað að gjöra, en að ganga um einhvern af kirkjugörðum vorum, til þess að verða gagntekinn af hinni sömu sáru hugsun. ]?eg- ar hann rennir augum sinum yfir allan þennan grúa af legsteinum, sem loptrakinn eyðir innan skamms, en sem þó verða endingarbetri heldur en sá kærleiki og sú minning, sem þeir áttu að vera ævarandi vottar um, — þegar hann virðir fyrir sjer þennan stað, þar sem grafir dags daglega opnast, til að taka á móti mörg- um aumingjanum, sem fáir þekktu, — þegar hann stend- ur andspænis þessari mannlegu eymd og vesöld, sem innan skamms verður eigi annað en dupt: þá virðist honum það því nær hlægilegt, að vera að tala um þýðingu hvers einstaklingsins, um tign hans og ágæti.

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.