Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Page 71

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Page 71
og hann hefir enn slík áhrif á mannkynið, — og þessi áhrif fara ávallt vaxandi, þráttfyrir alla mótspyrnu —, að það er deginum ljósara, að þar sem mannkynið til- biður hann, þar tilbiður það meira en skugga eða hug- arburð sinn. Maður, að nafni Jesús Kristur, hefir lifað á jörðunni, og hann hefir leitt í ljós þá fullkomnunar- mynd mannlegs lífs, sem samvizkan lýtur af frjálsri hvöt; maður hefir til verið, sem ekki var háður þeim breyzkleika og brestum, sem loða við mannkynið. Og þégar vjer sökkvum oss niður í umhugsunina um þetta líf, hljótum vjer þá ekki að undrast, hversu lítið bar á því í heiminum, og hversu lítið Kristur hirti um tign og metorð hið ytra? Finnum vjer þá ekki til þess, að mikilleikur Krists er af öðrum heimi, og að hann þvingar oss til að hefja hjörtu vor til hæða? 1 hvert skipti sem vjer heyrum orð hans eða dæmisögur eða virðum líf hans fyrir oss, verðum vjer þess varir, að vjer erum snortnir af hinum verulega sannleika. Hvað gjörir það til, að allt þetta hefir farið fram á þeim stöð- um í Galíleu, sem enginn nú veit hvar eru, og á litl- um hnetti, sem er nær því sem ekkert í samanburði við alheiminn? Og þótt vjer hugsuðum oss það sjón- arsvæði, þar sem allt þetta dásamlega hefir fram farið, margfalt stærra og veglegra, þá hefir það i raun og veru alls enga þýðingu. Hugleiddu það, hvernig endurskinið af dýrð og tign Krists sjest jafnvel hjá hinum litilmótlegustu af þeim mönnum, sem koma fyrir í guðspjallasögunni. En að slikum atvikum gefa menn ekki þann gaum, sem vera skyldi. Fyrir Krists tíma, i fornöld Grikkja og Rómverja, þekki jeg engan rithöfund, sem hafi haldið á lopti nöfnum trjesmiðs eins, nokkurra fiski- manna og annara fátækra verkamanna. Ef að þess- háttar menn eru nefndir, þá er það í frásögum, sem einungis eru ætlaðar til skemmtunar, Guðspjöllin hafa

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.