Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Page 72

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Page 72
120 geymt nafn trjesmiðsins Jóseps, Maríu konu hans, fiski- mannanna Pjeturs og Andrjesar, Jakobs og Jóhannes- ar, og hinnar fyrirlitnu konu Magðalenu, og við lífs- sögu þessara manna hafa þau tengt hinar háleitustu, dýpstu og hjartnæmustu kenningar, sem heimurinn nokkru sinni hefir þekkt. þannig hefir trúin á gildi mannsins rutt sjer til rúms hjá mannkyninu, og eptir að vjer höfum sjeð, hversu mikið náðarerindið hefir gjört úr manninum, er ekki lengur ástæða til að segja: „Hvað er maðurinn þess, að Guð skuli hugsa um hann ?“ Van- trúin getur reyndar um tima afmáð þessa kenningu, og þjóðirnar geta gleymt þessum undursamlega viðburði, sem gjörði gjörsamlega breytingu á öllum þeim hug- sjónum, sem drottnað höfðu til þess tíma; en villan mun hverfa, og þeir, sem lítilmótlegir eru í heimsins augum, munu láta sjer skiljast, að enginn talar kröptuglegar máli mannsins eða heldur betur upp skildi fyrir sæmd hans, heldur en sú bók, sem í lífi nokkurra verkamanna hefir sýnt heiminum þá fyrirmynd, sem hefir hvatt enn öfluglegar til eptirbreytni heldur en dæmi Alexanders og Caesars. V. En af öllu efni guðspjallanna er ekkert, sem hefur gildi mannsins svo hátt sem friðþægingar-kenningin. Kristindómurinn setur krossinn á miðsvæði heimssög- unnar, og gjörir dauða Krists að aðal-viðburðinum i lífi mannkynsins. Hann sýnir oss, hvernig kraptar himn- anna hrærast, til þess að frelsa synduga menn; því að þessu miða allar ráðsályktanir guðlegrar forsjónar, og að þessu marki sameinar allt sig á himni og jörðu. Mannkynssagan stefnir öll að þvi eina, að grundvalla Guðs riki hjá hverjum einstökum manni, og Guðs ríki stofnast hjá hverjum einstökum manni, þegar hann verð- ur endurfæddur af kærleika Guðs. feir, sem svo eru

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.