Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Side 77

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Side 77
125 einhverjar liinar stærstu stjörnu-sjónpípur, sem gjörðar hafa verið. — Sonur hans, Herschei yngri, var og merkur stjörnufræðingur. Wapoleon (bls. 116) „hinn mikli“, Frakklandskeisari 1804—1814, einhver af hinum mest framúrskarandi mönnum, sem lifað hafa; fædd. á eynni Corsica 1769 j" i útlegð á eynni St. Helena 5. Mai 1821. Origenes (bls. 109), sjá bls. 91 að framan. Pasoal (bls. 110,115 Og 116), frægur frakkneskur fræðimaður og rithöf- undur; skaraði einkum fram úr i reikningslist (mathematik) og eðlisfræði (physik); samdi einnig ágæt rit i guðfræði; f. 1623 -j- 1662. Davíð Friðrik Strausz (bls. 118), þýzkur prótestantiskur guðfræð- ingur, f. 1808 f 1874, nafnkenndur fyrir rit sín á móti kirkjutrú og kristindómi; i bók sinni „Jesú lif“, sem kom út 1835, rengdi hann al- gjörlega áreiðanlegleik guðspjallamannanna. MOEMÓNA-VILLAN Á VESTMANNAEYJUM. Eptir síra Brynjólf Jónsson, sóknarprest í eyjunum. |>að mun þykja vel til hlýða, að í Kirkjutíðindum fyrir ísland sje með nokkrum orðum minnzt á þann eina villutrúarflokk, sem gjört hefir vart við sig hjer á landi, sem sje Mormóna, er kalla sig ,.hina hei- lögu á síðustu dögumíl. f>að er alkunnugt hjer á landi, að þeir einkum hafa hafzt við á Vestmannaeyjum, og skal hjer með nokkrum orðum skýrt frá hinum fyrstu upptökum þeirra hjer á landi, og svo frá þvi, er þeim hefir áunnizt, að út breiða trú sína allt til þessa. Maður er nefndur fórarinn Hafliðason, ættaður undan Eyjafjöllum; fluttist hann til Vestmannaeyja inn- an fermingar, og var fermdur af þá verandi presti á Vestmannaeyjum síra Jóni Austmann árið 1841, með þeim vitnisburði, eptir því sem tilgreint er í kirkjubók Vestmannaeyja, að hann hefði „kunnað allsæmilega, en skilið illa“. Liðuglega tvítugur mun hann hafasiglt til Kaupmannahafnar, til að læra trjesmíði; kom hann aptur til eyjanna árið 1849. Meðan hann dvaldi ytra,

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.