Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Qupperneq 81
129
hafði Samúel Bjarnason, sem áður er nefndur, gjörzt
Mormóni í annað sinn.
Auk þess sem þeir Loptur Jónsson og Magnús
Bjarnason, sem áður eru nefndir, gjörðu sitt til að boða
mönnum á Vestmannaeyjum trú sína, ferðuðust þeir
um Rangárvalla- og Skaptafellssýslu, og ávann Lopt-
ur það, að systir hans, Guðrún kona Einars bónda í
Hrifunesi ásamt 2 dætrum sínum fór með honum til
Utah,. og þarf ekki að því að spyrja, að þær urðu
Mormónar; nokkru siðar fór og Gísli, sonur Einars,
þangað í sama skyni, þó hann Ijeti mjög ólíklega um
að svo væri.
Árið 1874 fóru þeir Loptur og Magnús hjeðan
alfarnir; en næsta ár komu aptur 2 Mormónar fráUt-
ah, þ>órður nokkur Diðriksson og Samúel Bjarnason,
sem áður er nefndur; ekki höfðu þeir stöðuga dvöl á
Vestmannaeyjum, en ferðuðust meðal annnars austur í
Meðalland, og hafa þeir þar án efa niður sáð nokkrum
frækornum Mormónavillu, er sannast á því, að þaðan
kom fyrir skemmstu til Vestmannaeyja stúlka ein, er
ásamt nokkrum öðrum hafði svo inndrukkið Mormóna-
trú, að þá er hún kom hingað út, var hún með öllu
óvíkjanleg, og ljet hún skömmu síðar skíra sig Mor-
mónaskírn.
Alls erunú á Vestmannaeyjum 12 Mormónar (auk
nokkurra ungra barna, sem 2 Mormónahjó.num tilheyra),
sem sje 3 karlmenn og 9 kvennmenn, og eru flestir
þessir Mormónar frá þeim tíma, að Loptur og Magnús
dvöldu hjer. J>ess má þó geta, að 1 af þessum 12,
Runólfur sá, sem áður er á minnzt, að hafi gjörzt Mor-
móni í annað sinn, er nú áfitinn fráfallinn Mormóna-
trú.
Af því sem hjer að framan er frá skýrt um trú-
arboðunartilraunir Mormóna, er helzt hafa leitað fyrir
sjer á Vestmannaeyjum og haft hjer stöðugast við-
Kirkjutiðindi fyrir ísland II. 9