Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Síða 85
saka, hvort hjer finndust eigi málmategundir. Fóruþeir
hjer um land það ár, en fóru út aptur á næsta sumri.
Ár 1658, þá er síra jporkell hafði verið erlendis 10 ár,
kom hann heim til íslands, og varð strax prestur að
Görðum á Álptanesi, og var hann þar prestur meðan
hann lifði. Var honum af konungi boðið, að semja
náttúrusögu íslands (Historiam naturalem Islandiæ), og
er að skilja, að honum þess vegna hafi verið veitt Garða-
prestakall, en eigi er þess getið, að honum til þessa
starfa hafi verið veitt annað fje. Af því hann til þess
að geta samið náttúrusöguna þurfti að fara um landið,
og fyrir þá sök að hafa aðstoðarprest, en honum þótti
tekjur Garðaprestakalls til þess of litlar, var honum,
eins og þá var alltítt, veitt vonarbrjef fyrir Breiðaból-
stað í Fljótshlíð eða Staðastað, hvorum þeirra staða,
sem fyr losnaði; var það brjef staðfest af Kristjáni kon-
ungi 5., en síra Jmrkell dó áður en staðir þessir losn-
uðu. Má af þessu sjá, að tekjur prestakalla voru þá
hafðar til að borga með vísindaleg störf. Síra |>or-
kell snjeri á íslenzku bæklingi, er eignaðurvar Thomas
a Kempis „Krists eptirbreytni11 (Imitatio Christi); var
bók sú fyrst prentuð á Hólum 1676.
Síra jporkell giptist 1660 Margrjetu þorsteinsdótt-
ur, prests að Holti undir Eyjafjöllum, Jónssonar prests
í>orsteinssonar, þess, er Tyrkjar myrtu í Vestmanna-
eyjum 1627, en móðir hennar var Solveig ísleifsdóttir
frá Saurbæ á Kjalarnesi. Margrjet var örgerð og
skörungur mikill, og virðist sonur hennar meistari Jón
Vídalín hafa erft skaplyndi hennar. Börn þeirra síra J>or-
kels og hennar voru: 1. þórður; hann fór utan og nam
læknisfræði og málfræði. Eptir að hann kom heim til
íslands var hann fyrst 2 ár heyrari og síðan skóla-
meistari í Skálholti, en sleppti því embætti 1690. Hann
var talinn beztur læknir hjer á landi á sinni tíð; hann
dó áttræður 1742. 2. hinn nafnfrægi biskup Jón Vída-